Núna vantar mig smá álit frá utanaðkomandi aðillum

Þannig er mál með vexti að ég er bara 15 ára og les frekar mikið af Harry Potter bókunum, Hringadróttinssögu og flerri bóka flokka sem að eru upprunalega á ensku. En ég les þær bara á íslensku.
stóri bróðir minn segir að ég sé bleyða að lesa svona bækur ekki á ensku en ég bara svara fyrir mig því að hann les þessar bækur ekkert yfir höfuð

ég er frekar léleg í enskri málfræði og þessvegna segja allir við mig að ég eigi að lesa á ensku eða einhvað þannig því að þá æfist það smátt og smátt

hvort fynst þér betra að lesa Bækur á íslensku eða ensku?

Hvað ætti ég að gera, byrja að lesa allt á Ensku eða halda áfram að lesa á íslensku?

Er íslenska þjóðin að gera rangt með því að þýða bækurnar svona?

ég vil afsaka mig fyrir fram ef ég hef gert einhverja málfræði villu og ekki lagað hana

ég hef talað