Hér á eftir kemur saga sem ég samdi einhvertíma um: Remus, Sirius, James og Peter.
Ég tek það fram að ég samdi ekki löginn í eftirfarandi sögu heldur eru þau tekin úr rokksöngleiknum: Rígurinn. Eftir: Ævar Þór Benidiktsson og Andra Má Sigurðsson.



Skólakórsskemmtunin

“Í skólanum ljúft var,
þar lærði hver sál,
að galdra mér kennt var
og…”

Söngurinn ómaði í gegnum dyrnar þar sem skólakórinn æfði sig, ég leit á Sirius, við vissum báðir að ef þetta tækis yrðum við ræningjarnir goðsögn um allar aldir í Hogwart, planið var að ég og Sirius myndum opna dyrnar æða inn og byrja að rapa lag sem við höfðum einhverntíma samið. Peter átti að syngja viðlagið og svo mundi James koma inn og dilla sér eitthvað.
“Einn tveir og…” hvíslaði Sirius og við æddum inn og byrjuðum strax að rapa.

“Dj! Spin that shit”

Já það er gaur á þessu setri,
sem er öllum öðrum betri
og það þarf varl´að segja meir.
Hann á vin´á báðum stöðum,
Sem að bíða hans í röðum,
Hann er miklu meiri maður en tveir

Þessi hnakki, hann er hreykinn,
Hann fékk nafnið “Brókaveikin”,
Ég meina kommon, því hann er ekkert smá!
Allir strákar vilja ver´ann!
Allar stelpur vilj´ann beran!
Hann er foli eins og vel má sjá, ójá!

Strax í bernsku
Gat hann sungið sexy-ensku
Barnapíur áttu erfit með sig!
Hann var Nóa-augna-konfekt
Hann var samheit yfir “geðveikt”
Hann var “mundu mig, því ég man ei þig”

Hann er betri en þið hinir
Stelpur vilja vera “vinir”
Og veistu hvað? Allir fíluðu það!
Nafnið var á allra vörum,
Jafnt í skólum sem á börum,
Svona standið upp og singið með!
Því nafnið er:

James-Flottastur
James-svalastur
Því nafnið er:
James-Frábærastur
James-langbestur

Það má heyra og sjá!
Ó, já

Hann dansar til að muna og honum munar
Ekkert um,
Að fara heljarstökk ef geimið er gott,
Hann dansar gógó, breikar þriller, safnar hári,
algjör killer
Rosa svalur en um leið geðveikt hott,
Hann tekur 100 í bekkpé, hann er A, C og B
Hann er miklu betri en þú!
Og ef einhvern ætt´að klóna, ætt´að
klóna þennan dóna!
Svona saman, tökum hægri snú! Ó, jú!

James-Flottastur
James-svalastur
Því nafnið er:
James-Frábærastur
James-langbestur
Ó, já!

Krakkarnir þarna inni sprungu úr hlátri, þegar þeir sáu James þykkjast vera “geðveikt hott”.
“Hay five, félagi, okkur tókst það,” sagði Sirius og gaf mér five. En kennarinn sem kenndi skólakórnum, Tomas Fowl, kom til okkar purpurarauður í framan og nokkuð augljóslega ekki ánægður.
“Hvað þykkist þið eiginlega vera að gera?” sagði hann öskubullandi vondur.
“Við vorum ekki að þykkjast, kennari, við vorum að þessu!” sagði Sirius með uppgerðarsakleysis röddu.
“Þetta er það, komið með mér til skólastjórans, á stundinni.”
“Yessir,” sagði Sirius og bar höndina að enni sér, eins og hermaður, ég glotti, þetta yrði gaman það mesta sem Dumbledore myndi gera var að láta okkur syngja einsöng á næstu tónleikum skólakórsins, og við vorum meira að segja búnir að ákveða hvaða lag það yrði.
Við gengum á eftir kennaranum sem tautaði eitthvað reiðilega í barm sér.
“Þetta var flott hjá ykkur strákar,” sagði James glottandi út að eyrum. “Þetta gekk betur en ég þorði að vona.”
“Ég tek þetta sem persónulega móðgun við mig, vinurinn,” sagði Sirius og þandi út brjóstkassan. “Þú átt að vita að þegar ég á í hlut er allt fullkomið.”
Við skelltum allir upp úr.
“Þetta er ekki skemmtiferð, þið gerið ykkur grein fyrir því,” sagði kennarinn yfir öxlina á sér og hélt svo áfram að tauta reiðilega í barm sér. Loks komum við að ljótri ufsagrýlu, kennarinn tautaði eitthvað og ufsagrýlan hoppaði frá og við tók hringstigi, kennarinn benti okkur á að fara á undan, Sirius steig á fyrsta þrepið, og hringstiginn byrjaði að snúast, við fórum líka á stigann og svo að lokum kennarinn. Þegar upp kom bankaði kennarinn á skrifstofudyrnar.
“Komið inn” sagði Dumbledore, kennarinn opnaði dyrnar og við gengum inn á undan honum.
“Sko, skólastjóri, ég kem hingað vegna þessara fjögra óþekktaranga sem trufluðu tímann hjá mér með smekklausu og ömurlegu lagi,” sagði kennarinn um leið og hann lokaði dyrunum.
“Nú, eru þeir farnir að æfa með skólakórnum?” spurði Dumbledore með gamansemisglampa í augunum.
“Nei, herra, þeir réðust inn í tíma og settu allt á annan endann,” sagði kennarinn með illyrmisglampa í augunum.
“Það er ekki satt,” hrópaði Sirius upp yfir sig. “Við vorum bara að skemmta krökkunum í kórnum, mér sýndist þeim ekki veita af.”
“Má ég leggja til að við látum þá þrífa klósettin í sjúkraálmunni, án galdra,” sagði kennarinn og glotti smeðjulega.
“Ohhh… mér finnst nú nægja að þeir syngi einsöng, með frumsamið lag á næstu tónleikum kórsins,” sagði Dumbledore en með þennan glampa í augunum, andlit kennarans afmyndaðist, en hann sagði bara: “svo skal það vera.” Og strunsaði út af skrifstofunni.
“Hvað gerðuð þið eiginlega?” spurði Dumbledore.
“Við ákváðum að sýna fram á hversu tónelskt eyra við höfum,” sagði Sirius og leitt glottandi á okkur hina. “En, herra, hvenær eru næstu tónleikar skólakórsins?”
“Á morgun, en ég bíst nú svosem við að það sé í lagi, þið hljótið að hafa skipulagt prakkarastrikið til enda, rétt?” sagði Dumbledore og brosti.
“Jú, það er rétt, við eigum bara eftir að æfa okkur pínu,” svaraði Sirius.
“En jæja ætli það sé ekki best að við förum niður í kvöldmat,” sagði Dumbledore.
Við fórum niður í kvöldmat, og okkur ræningjunum var fagnað eins og stórstjörnum, sem við náttúrulega vorum, við settumst hógværir niður við Griffindor borðið og gáfum eginnhandaáritanir, það mátti sjá langa röð af krökkum frá öllum heimavistum, nema Slytherin, í röð til að fá áritun.
Eftir kvöldmatinn forum við inn á leynistaðinn á bak við spegilinn og æfðum okkur lengi vel, svo rétt upp úr miðnætti lögðum við af stað á Griffindorheimavistina.
“Ég held að þetta eigi eftir að ganga eins og smurt,” sagði James brosandi.
“Já, ég held það líka, en það er einn hængur á, það er próf á morgun og ég hef ekkert lært, ég vil ekki fá minna en A á prófi aftur,” sagði ég.
“Common, Remus, við erum búnir að lesa þetta svo oft, ég verð hissa ef þú færð ekki A,” sagði Sirius.
“Þú matt endilega smiggla svörunum við spurningunum til mín þegar þú ert búinn í prófinu,” sagði Peter vongóður.
“Látu þér dreyma,” hvæsti ég.
“Æhhh… strákar, hættið, þið drepið mann úr leiðindum hérna,” sagði James.
Loks er við komum upp í svefnsal vorum við svo þreyttir að við höfðum ekki einu sinni fyrir því að hátta okkur, lögðumst bara upp í rúm og sofnuðum.
*
Loks rann stundin upp, eftir langan skóladag, mættum við í stóra salinn í nýustutísku fötum: rifni skikkju, berir að ofan með bindi og í útvíðum galabuxum. Áhorfendurnir ærðust, blístruðu, klöppuðu, stóðu upp úr sætunum, þvílík fagnaðarlæti höfðu ekki sést í sögu skólakórsins. Við beindum allir sprotunum að hálsunum okkar og muldruðum: Sonorus, svo að það myndi heyrast í okkur, við stilltum okkur upp og Sirius sagði: “Við ætlum að syngja lagið: Mætast vinir en í dag, gefið okkur gott klapp.”
Svo hófum við sönginn:

Við getum allt, við viljum allt
Við lesum allt, við þyljum allt
Við kunnum allt, erum betr´en allt
Við munum eiga landið allt
Við munum eiga landið allt

Ef einhver hér vill halda annað
Er það að sjálfsögðu stranglea bannað
Við vitum öll hver toppinn toppar
Og við vitum öll að essið floppar
Við viljum bara vera hér
Það staðreynd er að okkar skóli bestur er!

Við getum allt, við viljum allt
Við lesum allt, við þyljum allt
Við kunnum allt, erum betr´en allt
Við drekkum bara ískalt malt
Við drekkum bara ískalt malt!

Undir skólans menntamerki
Mætast landsins merkikerti
Sýnum öll í vilj´og verki
Vöxt og trú, prófkvíðaverki
Við vitum öll hver mestur er
Það staðreynd er að okkar skóli bestur er!

Við getum allt, við viljum allt
Við lesum allt, við þyljum allt
Við kunnum allt erum betr´en allt
Hjá okkur allt er hægt sð gera
Og þannig mun það alltaf vera!

“Takk,” sagði Sirius og við hneigðum okkur brosandi út að eyrum.