Jæja…kláraði bókina klukkan hálfátta í kvöld…og verð að segja að þetta er í fyrsta skipti sem ég hef orðið fyrir vonbrigðum með Rowling!! Það voru fullt af pörtum sem voru hreinlega illa skrifaðir, lélegar lýsingar og auðvelt að sjá í gegnum!! Og svo í endann….ég vissi hvað mundi gerast síðan þarna í hellinum…varla að ég nennti að lesa áfram!! Ég vil samt ekki vera algjörlega vond…þetta var ágætis bók samt sem áður ;P Fullt af góðum bröndurum…sérstaklega Harry/Snape brandarinn…hló upphátt!! Mjög Rowling-ish byrjun…en svo virtist áhuginn hverfa í lokin…bara svona “æi, fjandinn klárum bara þessa bók” og það hefði mátt gera rosalega góðan kafla í lokin, allt var til staðar en svo endaði hún bara blehh…
En ég ætla ekki að segja að þetta hafi verið vond bók (og ég hef lesið vondar bækur) en þetta er slappast árangur hennar hingað til, sem er sorglegt vegna þess að allt var til staðar…
Svo ég ætla bara að komast að þeirri niðurstöðu að bókin sé lala og vonast eftir frábærri 7. bók :D
Skalat maðr rúnar rísta,/nema ráða vel kunni,