Hm… nú, þar sem 6.bókin er á leiðinni þá ákvað ég að vera pirrandi og segja ykkur að gera EKKI svolítið! Þið sem farið í röðina getið náttúrulega byrjað strax að lesa bókina og þau sem eru fljótust að lesa verða búin með hana á mánudag. Ég fæ bókina senda svo að ég get ekki lesið hana strax og ég býst við að þó nokkrir geti heldur ekki lesið hana alveg strax. Svo EKKI, geriði það, koma með nöfn á korkunum hérna sem gefa eitthvað upp um bókina!

Segjum svo að Mundungus Fletcher svíkji Regluna í 4.kafla. Ekki koma með kork með nafninu “Svik Mundungusar” eða “Svik ***” því þá æsast þeir upp sem hafa ekki lesið bókina og verða bara ennþá spenntari og pirraðri yfir því að hafa ekki ennþá fengið að lesa bókina. Komið frekar með nafn eins og “Í 4.kaflanum!!!”

Ég held (held bara) að stjórnendur hafi sagt eitthvað álíka þegar 5.bókin kom út. Ég er bara að minna ykkur aðeins á.