8. kafli


,,Jæja, krakkar! Í dag ætlum við að vera páskaleg!” sagði professor Hagrid glaðlega þar sem hann stóð í tröllvöxnum rússkinsjakkanum fyrir framan kofann sinn á skólalóðinni. 1. árs Griffindor og Ravenclaw nemendurnir sem stóðu fyrir framan hann muldruðu eitthvað óskyljanlegt og professor Hagrid brosti enn breiðar.
,,Ég ætla að skipta ykkur niður í tveggja manna hópa og svo förum við öll í…” hann stoppaði aðeins til að gera það meira spennandi, ,,Eggjaleit!” Nú brosti hann næstum ólöglega breitt. Krakkarnir umluðu allir eitthvað of lágt til að næsti maður heyrði. Þau höfðu vonast eftir að fá að skoða dreka, einhyrninga, hippogriffina eða eitthvað í þá áttina, þeim fannst þau nú eiga það skilið eftir að hafa skoðað einhver dýr sem hentu í þeim prikum síðustu fimm tímana, ,,Nú…ég ætla að skipta ykkur niður, sjáum nú til…hmm…” hann rendi augunum yfir pergament skjal sem hann hélt á, ,,Einmitt…Chris Flinch, þú vinnur með Greg Martin…Samantha Gates, þú munst vinna með Victoriu Martin…Ashley Smith, þú vinnur með Roxanne Snape…” hann leit upp til að fullvissa sig um að þau væru komin í hópana áður en hann hélt áfram, ,,Já, Nick Brown, Carl Wilson verður með þér, Aaron Franklin, þú verður með Benjamin Cole…”
Eftir um fimm mínútur var professor Hagrid búinn að flokka alla niður.
,,Jæja, nú þegar ég er búinn að para ykkur saman, þá ætla ég að útskýra eggjaleitina aðeins betur. Ég hef falið um skólalóðina 64 hvellfætlu egg, sem þýðir að það eru 4 egg á hóp. Þetta verður kapphlaup. Sá hópur sem kemur fyrstur til baka með 4 egg vinnur. Nú, eggin líta svona út,” sagði hann og dró upp úr einum af 16 vösunum á frakkanum sínum, lítið, svart egg, álíka jafn stórt og hænuegg, ,,Þið finnið þau allstaðar í kringum kastalann. Þau eru ekki innanhúss, aðeins á skólalóðinni, og hvergi nálægt vatninu. Nú, þegar ég ræsi ykkur þá…tja…farið þið af stað. Allt í lagi, Einhverjar spurningar?” krakkarnir hristu hausinn, ,,Fínt, tilbúin, viðbúin, af stað!”
Roxanne hljóp af stað ásamt Ashley. Þær kíktu í hvern runna sem var á vegi þeirra án þess að finna neitt. Loks urðu þær þreyttar á að hlaupa og hægðu ferðina.
,,Ert þú ekki dóttir töfradrykkjakennarans?” spurði Ashley allt í einu, alveg upp úr þurru. Hún var með mjög ljósrautt hár sem hún hafði í snúð, blá augu og nett andlitsfar.
,,Jú…”var það eina sem Roxanne svaraði. Ashley beygði sig niður og leitaði í runna sem þær voru að ganga framhjá.
,,Ég er Ashley,” sagði hún þegar hún hafði árangurslaust leitað í runnanum,
,,Roxy,” þær gengu áfram í átt að hænsnakofanum,
,,Það gætu verið egg hérna…ég meina, hver færi að leita að hvellfætlu eggjum hjá hænunum?” sagði Roxanne þegar þær komu að kofanum,
,,Amm…en við komumst ekki inn…það er girðing og hliðið er læst…” svaraði Ashley
,,Auðvitað komumst við inn!” sagði Roxanne, dró upp sprotann sinn, beindi honum að Ashley og muldraði, ,, Vingardium Leviosa ,”
,,Roxy…Roxy…ekki! Roxy ! Hættu! Ég gæti dottið!” Ashley lyftist eilítið upp, svo hærra, svo hærra, og loks var hún kominn tvo metra upp í loftið, nógu og hátt til að komast yfir girðinguna. Roxanne beindi henni yfir og lét hana svo svífa hægt til jarðar,
,,Roxy! Þú máttir þetta ekki!” hvæsti Ashley gegnum girðinguna.
,,Jæja…þú ert nú komin yfir…enginn skaði skeður…gáðu að eggjum!” svaraði Roxanne
,,Hvað ef hænurnar gogga í mig!?” sagði Ahley með bland af hræðslu og reiði í röddinni,
,,Þær gogga ekkert í þig…og ef þær gera það þá ertu norn…þú finnur eitthvað sem þú getur gert við þær!” Ashley hristu hausinn í uppgjöf og fór inn í hænsnakofann.
Þrem mínútum seinna kom hún aftur út,
,,Hérna…tvö egg, ánægð?” sagði Ashley, ennþá eilítið ósátt yfir því að hafa verið látin fljúga með galdri sem þau höfðu æft tvisvar sinnum.
,,Mjög svo!” svaraði Roxanne og leit ánægð á svört eggin í hendinni á Ashley, ,,Nú…bíddu aðeins… Vingar…”
,,NEI! Ég flýg ekki aftur!” greyp Ashley fram í. Hún strunsaði að hliðinu, dró fram sprotann sinn og muldraði, ,, Alohamora !” það small í lásnum og hliðið opnaðist. Ashley steig út og leit á Roxanne
,,Svona á maður að gera þetta. Enginn lífsháski, engin hætta…bara pínulítill smellur!” sagði hún og svo strunsaði hún af stað. Roxanne brosti bara og gekk á eftir henni,
,,Núnú…hvar gætu fleiri egg verið?” Roxanne leit spurnaraugum á Ashley.
,,Hmm…látum okkur sjá…hreiður…leitum að fuglahreiðrum!” svaraði Ashley sem virtist vera komin í gott skap aftur. Þær gengu í átt að stóru tré og Roxanne klifraði upp í það.
,,Ekkert hreiður hér,” sagði hún áður en hún klifraði niður. Þær gengu að næsta tré en það var ekki heldur hreiður þar, en þegar þær klifruðu upp í þriðja tréð fundu þær lítið þrastarhreiður, með þrem litlum þrastareggjum og einu stóru, svörtu hvellfætlueggi. Þær tóku það og héldu svo áfram,
,,Jæja…heldurðu að einhverjir séu búnir að skila?” spurði Roxanne og leit á Ashley
,,Veit það ekki…við erum nú búnar að vera að leita í þrjú korter, það eru trúlega einhverjir búnir að skila…” svaraði Ashley og kafaði ofan í runna, ,,Hvar ætli þau geymi næsta egg?”
,,Hmm…veit það ekki…bíddu…kannski í blómabeðinu? Það eru fullt af steinum þar, sem eru nokkuð líkir eggjunum…gáum þar!” sagði Roxanne og þær hlupu af stað í átt að blómabeðunum. Þær krupu niður og byrjuðu að leita á milli steinanna.
,,Svo…áttu eitthvað dýr?” spurði Roxanne
,,Já…kött. Mig langaði í uglu en mamma sagði að ég ætti bara að nota skólauglurnar” svaraði Ashley og tók upp einn stein sem líktist eggi, hristi hann og setti hann svo niður aftur.
,,Ég á uglu, hún heitir Sera…” sagði Roxanne
,,Sera? Það er fallegt nafn, ítalskt, ekki satt?” svaraði Ashley brosandi
,,Jú, ítalskt,” Roxanne brosti á móti og tók upp einn stein, hristi hann og æpti svo upp yfir sig, ,,Ég fann það! Komum! Drífum okkur!”
Þær stukku af stað með öll fjögur eggin í átt að kofa professor Hagrids. Þegar þær komu voru fjögur lið þegar komin.
,,Flott hjá ykkur, þið funduð eggin á klukkutíma! Þið hafið öll farið fram úr væntingum! Ég fékk hann vin minn Ron til að leita að eggjum líka, til að sjá hve langan tíma það ætti að taka, hann kom ekki með öll til baka fyrr en einum og hálfum klukkutíma seinna!” sagði professor Hagrid, ,,Tja…hann Ron er nú reyndar dálítill klaufabárður, ég hefði kannski átt að fá Harry í staðinn…eða Hermione…nei…Hermione er alltof gáfuð…hún hefði fundið þau alltof fljótt…” professor Hagrid virtist vera farinn að tala við sjálfan sig. Roxanne og Ashley litu spyrjandi á hvor aðra, en svo gaf Ashley frá sér kurteisislegan hósta til að láta hann vita að þær væru þarna…
,,Ahh, já…fyrirgefiði, stúlkur mínar! Jæja…þið lentuð í fimmta sæti! Nú þurfum við bara að bíða eftir hinum liðunum og svo getum við farið í hádegismat!”

Hálftíma seinna voru þau öll á leiðinni upp í skólann. Roxanne var fremur ánægð að vera búin að finna sér annan vin hérna í Hogwarts.





Ahh…ég veit…fáránleg lokalína…en ég vildi bara láta ykkur vita að þær Ashley og Roxanne eru orðnar vinkonur og allt þannig voða leikskólalegt og allt í gúdí…enn allavegana, ég ætlaði að láta mynd fylgja með, en það er víst ekki hægt hérna á korknum svo ég er orðin fúl. Var búin að teikna hana og allt, tók mig alveg 10 mínútur! Ég er bara mjög ósátt…kannski get ég sett hana inn í myndunum? Veit ekki…ég ætla að prófa það…
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*