Hmm…ég held að margir (Allavegana sumir) séu sammála mér í því að gælunöfn í HP eru pirrandi. Tökum sem dæmi nafnið Voldemort. Mér finnst óþægilegt þegar hann er kallaður Voldi, en ég einfaldlega ÞOLI EKKI þegar hann er kallaður Volli, ég meina, hvað næst? Villi?
Og svo ég fari nú yfir á önnur tungumál, þetta kom mér til að hlæja þegar ég fann þetta á Google, en í einhverju landi er nafnið Harry Potter þýtt yfir í Harryho Pottera! Fáránlegt! Hvernig haldiði svo að nafnið hans Dumbledore sé? Ég get alveg séð fyrir mér hvernig þetta er skrifað í þýðingunni í þessu landi:

Harryho Pottera: Fljót! Við verðum að finna Albusho Dumbledorera, og segja honum að Hermionehaha sé veik! Annars fáum við kannski aldrei að sjá litla Grangerioinn aftur!
Roniha Wesleyhi: Já, drífum okkur! Colina Creeveyho má ekki heldur taka mynd af henni!
Colina Creeveyho: Hey! En mig langar í mynd af henni! Annars tek ég bara myndir af Ginnyharara Wesleyhi í staðinn!

Og svo framvegis…okay, þetta var kannski aðeins útaf pointinu mínu hérna, en í alvörunni…Hjá mér sleppa nöfnin Herms og Gin, kannski Cissa líka(Hermione, Ginny og Narcissa), en nöfn eins og Sevi (Severus) Volli(Voldemort) og ég drep einhvern ef hann fer að hafa eftir Rowling okkar og kalla Hermione Herra Mjónu (sem ég tel þó mjög ólíklegt að gerist), nú´, ég hef séð nafnið Vikki (Viktor), sem er alveg hræðilegt og hvar endar þetta? Getum við ekki bara sætt okkur við nöfnin sem Rowling gaf þeim áður en við förum að kalla alla H.P., H.G., G.W.,R.W. eða hvernig sem þetta á eftir að enda?!
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*