4. kafli

Roxanne horfði með aðdáun á svarta og rauða lestina. Hún hafði aldrei séð svona stóra lest áður. ‘Hogwarts Express’ var ritað með svörtum stöfum á viðarplötu sem hékk fyrir ofan hana. Lestin minnti helst á leikfangalest, með röri sem reykurinn kom upp úr, og svona einhvernskonar þríhyrning fremst á henni.
Það var afar lítið svigrúm, þar sem brautarpallur 9¾ var fullur af nemendum, fjölskyldum, vinum og farangri. Hún hafði aldrei ímyndað sér Hogwart's lestina svona stóra. Pabbi hennar hafði líst henni þegar hún var lítil, sagt henni að hún væri nógu og löng til að 10 menn, jafnlangir og hann var, gætu legið meðfram henni. En samt hafði hún aldrei ímyndað sér hana svona stóra.
Hún dæsti, tók upp koffortið sitt og dró það í átt að lestinni.
Lestin var einhvernvegin svo hlýleg að innan. Allt var úr ljósum, lökkuðum viði og gólfið var lagt rauðu, mjúku teppi. Gluggarnir á klefahurðunum voru með einskonar móðu, svo ekki sást inn.
Hún opnaði þá klefahurð sem var næst henni og leit inn. Inni í klefanum voru fjórir strákar, svo hún lokaði hurðinni aftur og gekk að næsta klefa. Hann var líka fullur. Og sá næsti. Og sá næsti. Loksins opnaði hún þó klefahurð, þar sem aðeins tveir strákar sátu og töluðu saman,
,,Umm…má ég vera hérna?'' spurði hún varfærnislega. Strákarnir hrukku við og litu á hana, höfðu greinilega ekki tekið eftir henni áður.
,,Ehh…jájá,'' svaraði annar strákurinn. Hann var dökkhærður, trúlega ári eldri en hún, með ljósbrún augu.
,,Peter…við ætluðum að spara pláss fyrir Ben, manstu?'' hvíslaði hinn strákurinn ásakandi,
,,Ég veit…en það er samt pláss fyrir hana, ekki satt?'' sagði dökkhærði strákurinn, sem greinilega hét Peter. Roxanne stóð bara og beið með eftivæntingu.
,,Jú…kannski,'' hin strákurinn, sem var ljóshærður og jafngamall Peter, hallaði sér aftur og leit á hana, ,,Ekki ertu Goth?''
,,Ehh…nei,''muldraði hún. Afar brugðið af spurningu stráksins,
,,Nú…þá máttu alveg vera hérna!'' Ljóshærði strákurinn rétti aftur úr sér og horfði á hana á meðan hún gekk hikandi inn í klefann og settist niður á móti þeim.
,,Umm…hafiði eitthvað á móti Goth?'' spurði hún varfærnislega,
,,Vorum það ekki áður en við fórum í Hogwart's. En þegar þú hittir töfradrykkjakennarann, þá áttarðu þig á því afhverju okkur líkar ekkert sérstaklega við svona Mansonista,'' sagði ljóshærði strákurinn rólega,
,,Töfradrykkjakennarinn er ekki Goth!'' sagði Roxanne, eilítið hærra en hún hafði ætlað sér,
,,Nei…ekki lengur, en við erum nokkuð viss um að hann hafi verið það. Þú ættir að sjá hárið á honum. Eins og hann fari aldrei í sturtu, aumingja karlinn…'' sagði Peter dreyminn,
,,Hey, Pete, þú ert ekki að ímynda þér hann í sturtu, er það?'' ljóshærði strákurinn glotti þegar Peter hrökk við, dróg upp sprotann sinn og beindi honum að þeim ljóshærða,
,,Ef þú segir eitthvað jafn hræðilegt aftur, þá á ég eftir að hexa þig fram í næsta föstudag!'' sagði hann í hættulega lágri röddu.
Roxanne leið ekkert sérstaklega vel, að vita af því að enginn þoldi pabba hennar. Hann hafði reyndar minnst á það að engum ætti eftir að líka við hana, þar sem hún væri dóttir hans. En hún hafði ekki búist við því að fólkið yrði SVONA dómhart.
,,…sé eitthvað hæft í því að hann sé vampíra?'' kláraði Peter setninguna, sem Roxanne hafði ekki heyrt byrjunina af.
,,Tja…það var víst einu sinni einhver kennari hér sem kom svo í ljós að var varúlfur, svo allt gæti gerst…'' sagði sá ljóshærði
,,Umm…fyrigefðu, þú þarna ljóshærði…hvað heitiru?'' spurði Roxanne, búin að fá nóg af þeim,
,,Tristan, þú?'' hann rétti fram hendina sem hún tók í,
,,Roxanne,''svaraði hún bara, ,,Og ég get fullvissað ykkur um að Severus Snape er ekki vampíra!''
Strákarnir litu á hana og hristu hausinn,
,,Svo ung…'' byrjaði Peter
,,…svo heimsk,'' botnaði Tristan. Roxanne leit reiðilega á þá.
,,Ég veit trúlega mun meira en þið, um galdra, töfradrykki, sögu galdra og svo framvegis!'' sagði hún verjandi í veit-það-allt tón.
,,Yeah, right. And I'm the Maharajah of India!''Peter skellti upp úr, ,,Þið fyrsta árs nemar vitið ekki einu sinni hvernig maður býr til mánaseiði!''
Roxanne varð að viðurkenna að hún hafði ekki hugmynd um hvað mánaseiði var. Trúlega eitthvað sem Severus hafði minnst einu sinni á í einhverri kennslustund…
,,Nú, kannski ekki, en vitið þið hvernig á að gera svefnseiði, svo sterkt að ef þú drekkur það sefurðu í heila öld?'' hún reyndi að rifja upp í huganum hráefnin í þetta seiði sem pabbi hennar hafði sagt henni frá fyrir einhverjum mánuðum, þegar hún sá það í Spámannstíðindunum.
,,Asfódelrót og malurt, stelpa. Drykkur hins lifandi dauða. Glósaðu það hjá þér, þú virðist ekki vera á því að muna það!'' röddin kom hvorki frá Tristan né Peter. Hún leit snögglega í átta að dyrunum og sá sér til skelfingar hvar risastór, bólóttur strákur með skakkt nef og skítugt hár gekk inn í klefann, reif Peter upp af bekknum og setti hann við hliðina á henni. Svo settist hann niður í sætið sem Peter hafði notað rétt áður.
,,Ben, blessaður!'' Tristan klappaði honum á bakið og glotti,
,,Hver er þetta?'' Ben var greinilega ekki á því að heilsa Tristan, heldur leit bara reiðilega á Roxanne,
,,Umm…hún heitir eitthvað…æjj…hey, stelpa, hvað heitirðu aftur?'' Tristan leit á hana og hún roðnaði.
,,Roxanne,'' hvíslaði hún nærri því, og varaðist að horfa á strákinn. Hann virtist vera tilbúinn að standa upp þá og þegar og hryggbrjóta hana,
,,Roxanne…? Skrýtið nafn,'' Ben sagði ekki meira heldur hallaði sér aftur á bekknum og lokaði augunum.
Roxanne var furðu lostinn. Var hann að fara að sofa? Hvað er eiginlega að fólki nú til dags? Koma inn eins og hann eigi heiminn, hóta með augnaráðinu einu að hann ætli að limlesta mann, og hvað gerir hann svo? Hann sofnar!
,,Umm…er hann sofandi?'' Peter horfði varfærnislega á hann eins og hann byggist við því að sofandi strákurinn myndi allt í einu hrökkva upp og lemja hann.
,,Já…eða ég vona það allaveganna. Er ekki alveg á því að vilja verða laminn aftur í ár…'' Tristan sat eins þétt upp við vegginn og hann gat, til að þurfa ekki að snerta Ben.
Voru þeir hræddir við hann? Hugsaði Roxanne og leit hissa á þá. Ef þeir voru hræddir við hann, afhverju voru þeir að geyma handa honum sæti? Og ef þeir voru hræddir við hann, þá hlýtur hann að hafa gert eitthvað við þá, sem þýðir að honum líkar ekki við þá, sem þýðir að hann ætti í raun frekar að smyrja sig með hunangi og hoppa út í bjarnagryfju heldur enn að vera með þeim í klefa…
,,Hey, Pete…hvað er langt eftir?'' hvíslaði Tristan eftir mjög langan tíma. Hann varaðist að vekja ekki sofandi vöðvafjallið við hliðina á sér,
,,Við erum alveg að koma. Lestin er meira að segja að fara að hægja á sér!''
Við það stöðvaðist lestin við lestarstöðina í Hogsmeade.

,,Allir 1. árs nemar! 1. árs nemar komið hingað!'' þrumandi röddin barst um brautapallinn og yfirgnæfði skvaldur nemandanna. Roxanne hoppaði út úr lestinni og leit í kringum sig að upphafi raddarinnar. Undir skilti sem á stóð ‘Hogwarts Express’, stóð tröllvaxinn maður, nærri nógu og stór til að vera risi. Hann var með kolsvart, sítt hár sem leit ekki út fyrir að hafa verið greitt frá því 1786. Augun voru stór og góðleg og breitt nefið var nær alveg hulið svörtu, síðu skeggi sem var jafn úfið og hárið.
Hann var í risastórum rússkinsjakka, sem hann hafði trúlega saumað sjálfur þar sem hann var ekkert ‘sérstaklega’ vel gerður. Hendurnar voru á við þrjár hendur fullorðins manns og fæturnir voru jafnstórir og á litlum fíl.
Roxanne starði á manninn. Var virkilega einhver svona stór maður til? Eða er þetta kannski ekki maður, heldur risi? Nei…risar voru ennþá stærri! Hve stórir ætli þeir séu? Trúlega jafnstórir og Mont Everest! Nei…kannski það séu örlitlar, pinkupons ýkjur. En þessi maður var risastór! Höfuðið á honum straukst næstum því við skiltið, og skiltið var örlítið hærra en lestin sjálf. Svo þessi maður var jafnstór og Hogwarts lestin? Ótrúlegt!
Hún vaknaði upp af hugleiðingum sínum þegar einhver hrinnti henni nærri um koll.
,,Fyrirgefðu!'' sagði dökkhærð stelpa afsakandi en hélt síðan áfram.
Roxanne hélt af stað í átt að svarthærða risanum, sem var enn að endurtaka köll sín á 1. árs nemana. Hún hélt sig þó í hæfilegri fjarlægð, ef ske kynni að hann myndi allt í einu breytast í risa og ráðast á þau öll (Hugmyndaflugið…;D).
Eftir að hafa staðið í kuldanum á lestarstöðinni í rúmt korter hætti risinn að hrópa á nemana en sagði þeim í staðinn að elta sig. Svo hélt hann af stað.
Roxanne og hinir krakkarnir þurftu að hlaupa til að halda í við hann, þar sem risavaxnir fæturnir báru hann hratt yfir.
Þau fylgdu honum niður bratta brekku. Jarðvegurinn var frosinn og harður, og erfitt að halda jafnvægi. Með tíð og tíma tókst þeim þó að komast niður brekkuna, án þess að nokkur dytti. Þaðan héldu þau svo áfram stuttan spöl áður en þau stoppuðu. Roxanne var aftarlega í risastórum hópnum, svo hún sá ekki hvað varð til þess að þau höfðu stansað, fyrr en svarthærði maðurinn hóf upp raust sína á ný:
,,Allt í lagi! Fjórir í hvern bát! Hobbhobb! Drífa sig nú!'' röddin var glaðleg. Krakkarnir byrjuðu aftur að hreyfast, og þá sá Roxanne loks að þau stóðu á bakkanum á stóru stöðuvatni. Fastir við bakkann voru svo margir litlir árabátar. Risinn hafði tekið sér stöðu í einum þeirra (báturinn var nú kominn ískyggilega langt niður í vatnið). Í hinum bátunum - sem voru nú þegar fullir, utan fimm báta - voru fjórir krakkar.
Roxanne gekk að einum bát, sem aðeins þrír voru í.
,,Ehh…má ég vera hér?'' spurði hún vandræðalega. Henni fannst alltaf óþægilegt að spyrja ókunnugt fólk spurninga, jafnvel svona sjálfsagðra.
,,Jájá…'' rauðhærð stelpa kinkaði kolli. Roxanne klifraði upp í bátinn og fékk sér sæti framalega.
,,Munið, ekki setja hendurnar í vatnið! Það er risasmokkfiskur í því!'' Svarthærði risinn hafði ekki fyrr sleppt orðinu þegar bátarnir fóru að hreyfast, án þess að nokkur réri. Roxanne leit ofan í gruggugt vatnið. Það var freistandi að stinga hendinni ofan í það og finna kuldann, en hún hafði heyrt um risasmokkfiskinn og var ekki á því að láta hann ná sér.
Hún heyrði krakkana í kringum sig taka andköf af hrifningu, og hún leit upp. Hún greip einnig andann á lofti, þegar hún sá glæsilega bygginguna fyrir framan sig.
Bátarnir stefndu hægt en örrugglega í átt að risastórum stein kastala. Veggirnir voru úr risastórum grjót klumpum og gluggarnir…tja…þeir sáust nú varla úr þessari fjarðlægð…
Nokkrir stórir turnar stóðu beint upp í loftið og gáfu kastalanum drungalegan en samt virðulegan blæ. Þessi kastali var nokkurnveginn eins og kastalarnir í ævintýrunum, en samt mun tilkomumeiri og stórfenglegri.
Máninn endurspeglaðist í vatninu og gerði staðinn enn líkari ævintýri.
,,Er þetta Hogwart's?'' heyrði hún rauðhærðu stelpuna spyrja með hrifningu.
,,Örrugglega!'' Roxanne dæsti og dróg í sig sjónina sem fyrir bar.
Bátarnir nálguðust kastalann en meir. Þeir sigldu inn í lítinn helli, fyrir neðan kastalann og stoppuðu þar.
,,Allir frá borði!'' þrumaði rödd risans, sem steig með nokkrum erfiðleikum úr bátnum, sem virtist vera nokkuð ánægður með að losna við þessa birði því hann skaust nokkra sentimetra upp í loftið.
Roxanne steig einnig upp úr bátnum ásamt hinum nemendunum.
,,Þessi stigi vísar upp í stórt herbergi,'' sagði risinn eins og hann væri að útskýra fyrir barni hvað 1+1 væru, og benti í leiðinni á stóran steinstiga, ,,Þið farið upp þennan stiga og bíðið inni í herberginu!''
Því næst steig hann aftur í bátinn sinn og sigldi til baka úr hellinum. Hinir bátarnir sigldu á eftir honum, áhafnarlausir.
Krakkarnir stóður hvumsa og horfðu á eftir bátunum og risanum hverfa út í myrkrið. Það leið nokkur tími áður en þeir byrjuðu að átta sig og gengu í röð upp stigann.
Roxanne var framarlega, í þetta skipti. Hún gekk í gengum hurðina og tók sér stöðu inni í gluggalausu herberginu sem tók við.
Veggirnir voru úr steini og nokkrir stórir kertastjakar vörpuðu daufu ljósi á veggina. Veggirnir voru fjórir, og á hverjum þeirra var eitt veggteppi. Eitt þeirra var með stóru ljóni, eitt var með greifingja, eitt með erni og eitt með slöngu. Roxanne skoðaði hvert og eitt þeirra með hrifningu, þangað til dyr í einum enda herbergisins opnuðust og inn steig u.þ.b. fimmtug kona, með grásprengt hár dregið í stífan hnút á hnakkanum og dökkgrænann galdrahatt á höfðinu. Hún var með skörp augu og svört mánagleraugu.
,,1. árs nemar, takið eftir! Eftir stutta stund munið þið ganga inn í sal með yfir 800 nemendum, 885, ef ég á að vera nákvæmari,'' nokkrir krakkar tóku andköf og Roxanne dróg djúpt andann. Það mátti alls ekki líða yfir hana fyrir framan þennan fjölda…Konan opnaði munninn og hélt áfram, ,,Þið standið í röð, þangað til ykkar nafn verður kallað upp. Þá flokkist þið í heimavistir. Þið setjist við heimavistarborðið ykkar. ALLS EKKI UNDIR NOKKRUM KRINGUMSTÆÐUM SETJAST VIÐ VITLAUST BORÐ, því það mun verða mjög vandræðalegt fyrir ykkur!''
Strákurinn við hliðina á Roxanne þurfti að kæfa hláturinn með því að bíta í hnefann á sér.
,,Eltið mig nú!'' með því sneri konan sér á hæli og gekk út um sömu dyr og hún hafði komið inn um.
Roxanne tók andköf yfir þeirri sjón sem blasti við henni. Hún gekk inn í risastóran sal (næstum jafn stóran og svarthærði risinn hafði verið;D). Í salnum voru 5 stór langborð. Eitt þeirra var kennaraborðið, en hin borðin - sem sneru að kennaraborðinu - voru heimavistarborðin. Roxanne kom auga á pabba sinn, þar sem hann sat við kennaraborðið með tóman svip sem hún hafði aldrei séð.
Allt í einu stoppaði persónan fyrir framan hana með þeim afleiðingum að Roxanne klessti næstum á hana.
Hún sá sér til mikillar furðu hvar þrífættur stóll stóð fyrir framan kennaraborðið. Á stólnum var gamall snjáður hattur.
Hún féll næstum aftur fyrir sig af undrun þegar hún sá, að hatturinn, var í raun að syngja:

,,…Í Gryffindor fara þeir sem berjast.
Og látum nú flokkunina hefjast!''

Kláraði hatturinn sönginn, sem hún hafði ekki heyrt byrjunina á.
Hún hafði heyrt um flokkunarhattinn, en var samt hissa þegar hún sá gamlan, snjáðan hatt hefja upp raust sína og syngja!
,,Abbott, Kristina!'' kallaði konan sem hafði leitt þau inn í herbergið. Hún hafði nú komið sér fyrir við hliðina á hattinum, með stóra pergament rúllu sem hún las á.
Lítil, ljóshærð stelpa gekk feimnislega upp að stólnum settist niður og leyfði konunni að setja hattinn á sig.
Hatturinn hugsaði sig um í smá stund áður en hann kallaði hátt og skýrt: ,,Huffelpuff!''
Mikil fagnaðarlæti brutust út við borðið næst lengst til vinstri, þegar stelpan stóð upp, gekk að því og settist niður.
,,Abbott, Mariana!'' stelpa, sem leit nákvæmlega eins út og hin stelpan settist á stólinn og varð einnig flokkuð í Huffelpuff.
,,Bright, Albert!'' svarthærður strákur gekk upp og varð flokkaður í Ravenclaw.
Krakkarnir voru flokkaðir í mismunandi heimavistir: Ravenclaw, Gryffindor, Huffelpuff og Slytherin.
Roxanne var aftarlega í stafrófinu, svo það voru aðeins tíu aðrir krakkar eftir, þegar konan las upp af pergamentinu:
,,Snape, Roxanne!''
Krakkarnir í salnum kypptust til og litu stóreyg á hana. Svipur Severusar var hinsvegar jafn auður og áður, utan eilítinn forvitnislgampa í annars tómlegum augunum.
Roxanne gekk varlega upp að stólnum (ó guð…væri þetta ekki alveg rétti tíminn til að detta?) hugsaði hún áður en hún settist niður. Hún heyrði skvaldrið í krökkunum: ,,Snape? Sagði hún Snape? Á gamli gaurinn krakka? Shit!'' rauðhærður strákur á borðinu lengst til hægri datt næstum af stólnum sínum.
,,Guð minn almáttugur…karlinn hefur tilfinningar!'' heyrði hún einhverja stelpu segja háðslega, en Roxanne kippti sér ekkert upp við það.
Hún sat grafkyrr, hnúarnir herptir um stólsetuna, á meðan konan setti gamlan, götóttan hattinn á kolsvartan kollinn.
Hmm…Snape, segirðu? Huhh…okkur Gryffindorum líkaði aldrei sérstaklega við hann…muldraði einhver ókunnug rödd í höfðinu á henni (ekki það að það hafi verið neinar þar fyrir)… Nú, jæja…þú ferð þá trúlega í Sly…nei…bíddu nú aðeins! Ertu ekki aðeins og saklaus fyrir þá heimavist? Jú…veistu…ég held nú bara að þau myndu rífa þig í sig, þar…þú ert ekki nógu og sterk í sálinni, greyið, fyrir þau orð sem eru hversdagslega notuð þar (ekki móðgast, stelpa)…Þú ert ekki heimsk, heldur…nema auðvitað að þessar töfradrykkjaformúlur sem ég sé hér séu komnar af göldrum…nei…þú ferð svo sannarlega ekki í Huffelpuff! Hmm…ætli Ravenclaw henti þér ekki… nema…já…það ætti að ganga…þú, stúlka mín…ferð í GRYFFINDOR!
Roxanne datt nærri því af stólnum af undrun þegar hatturinn kallaði síðasta orðið. Það var ekki klappað, við Gryffindor borðið, aðeins gapað. Hún leit snöggt við og kom auga á Severus, þar sem hann starði á hana með undrun, og jafnvel…nei…voru þetta vonbrigði líka?
Hún hafði ekki tíma til að lesa betur í svip pabba síns, því konan las upp nafnið á næsta nemanda, og hún stóð upp af stólnum og gekk í átt að Gryffindor borðinu.
Krakkarnir færðu sig eins langt frá henni og þeir gátu, og störðu vantrúaðir á hana. Þeir tóku ekki einu sinni eftir því þegar Winston, William var flokkaður í Huffelpuff. Roxanne þorði ekki að horfa á þau. Það var eitthvað sem sagði henni að ef hún myndi gera það, þá myndi hún sjá eftir því.
Hún leit aftur upp að kennaraborðinu, og sá að pabbi hennar var aftur kominn með þennan stjarfa, tóma svip. Hún andvarpaði og fylgdist með þegar gamall, gráhærður galdramaður stóð upp, og bjó sig undir að tala.


Ég veit! Ég veit! Mary Sue, Mary Sue Mary Sue! Fyrirgefiði! Ég ætlaði, ég lofa, að setja hana í Slytherin í byrjun! Ég lofa tíu fingur upp til guðs! En svo þá þurfti ég endilega að asnast til að skoða þann persónuleika sem ég var búin að gefa henni í síðustu þrem köflum, og NEI! Ég gat ekki sett hana í Slytherin! Og hún mátti ekki vera heimsk, ég vil ekki hafa hana heimska…ÉG VIL ÞAÐ EKKI! Og ég var búin að segja ‘' Fjandinn hafi Gryffindor hugrekkið’', svo ég gat ekki farið að flokka hana í Ravenclaw, ef hún var með þetta áðurnefnda Gryffindor Hugrekki, svo ég varð að setja hana í Gryffindor (Fjandinn hafi það!).
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*