8.kafli Hið ósagða

Holly gekk hröðum skrefum eftir ganginum í átt að skrifstofu Serverusar Snapes. Í dag var seinasta eftirsetan. Hún gnísti tönnum. Hún skyldi aldrei aftur þurfa að sitja eftir hjá Snape. Hún rifjaði upp atburði seinustu daga, og þeir voru örfáir skemmtilegir. Þökk sé eftirsetunni hafði hún haft mjög lítinn tíma fyrir sjálfa sig. Hver einasti dagur hafði verið eins, vaknað, morgunmatur, tímar, matur, heimanám, eftirseta, kvöldmatur og meira heimanám. Svo brosti hún, á morgun yrði aftur venjulegur dagur, hún fengi að sitja í stóra sófanum í Gryffindorsetustofunni með Cassöndru og Söruh, hlæjandi. Hún staðnæmdist við dyrnar á skrifstofu Snapes. Hún rétti út höndina og bankaði þrjú létt högg. Þetta virtust bara þrjú venjuleg högg, en í þessum höggum fólst svo mikið hatur í garð Snapes að ekki er hægt að lýsa því með orðum. Snape rykkti upp hurðinni.
“Þú ert tíu mínútum of sein fröken Grover. Ég krefst útskýringar.” Hann horfði á hana og augun virtust full af hatri.
“Ég gleymdi mér herra prófessor, ég var að læra og fylgdist ekki með tímanum,” svaraði Holly og reyndi að hljóma kurteis, en orðin komu reiðilega út.
“Ég dreg 10 stig af Gryffindor fyrir framkomu þína. Þið Gryffindornemar, þið eruð viðbjóðslegir sorar og kvikindi, þið teljið ykkur ráða öllu og nú eruð þið víst farnir að mæta of seint í eftirsetur,” sagði Snape ógnvekjandi og skellti aftur hurðinni. “Hvers vegna segirðu ekkert, teljið þið Gryffindornemar ykkur nógu merkilega til að svara ekki kennaranum ykkar. Ég skal segja þér að það eruð þið ekki, þið eruð ekkert annað en afkvæmi sora og viðurstyggðar. Hér er ein spurning fyrir þig, hver átti hugmyndina af afverki dagsins? Hver skoraði á hina huguðu og heimsku Holly að mæta of seint í eftirsetuna?”
“Það fann enginn upp á því, þetta gerðist. Það er enginn það tregur að skrópa í eftirsetu, ekki einu sinni bolabítsstelpan myndi gera það,” sagði Holly. Það liðu nokkrar sekúndur þangað til að Holly áttaði sig á því sem hún hafði sagt og greip fyrir munninn.
“Og leyfist mér að spyrja hver þessi bolabítsstelpa er?” spurði Snape og hún fann fyrir stingandi augnaráðinu. Hún forðaðist að líta á Snape og muldraði lágt
“Enginn herra, alls enginn.”
“Ertu viss? Ég hef nefnilega á tilfinningunni að þú hafir meint eitthvað með því,” sagði Serverus Snape. “Líttu á mig stelpa!” Holly neyddi sig til að líta í þessi köldu augu. “Hvað meintirðu?” endurtók Snape ógnvekjandi, og Holly til mikillar furðu svaraði hún honum, reyndar ekki því svari sem hann vildi, en hún svaraði honum.
“Af hverju ertu svona líkur Ryan, þið eruð báðir svo vangefnir.” Snape gapti, svo varð hann undarlegur í framan. Holly greip um andlitið og hljóp út. Hún vissi ekki hvað hún hafði gert rangt, en Snape var greinilega ekki glaður, það er að segja ef hann gat verið glaður. Hún hljóp eins hratt og hún gat eftir göngunum og leit aldrei til baka. Þegar hún kom að málverkinu með feitu konunni stundi hún leyniorðið(“dropasteinskerti”)upp með miklum erfiðleikum og hélt um magann. Málverkið færðist til hliðar og hún hljóp inn. Í setustofunni sátu Sarah og Cassandra og tefldu skák.
“Hæ, er eftirsetan strax búin?” spurði Sarah, en Holly hélt bara áfram að hlaupa. Hún heyrði Söruh kalla á eftir sér og heyrði svo hratt fótatak, en hún hljóp bara áfram. Þegar hún var komin upp í svefnsalinn sinn byrjaði hún að rífa dótið sitt úr skúffunni og skella því í koffortið sitt, grátandi. Hún yrði örugglega rekin, Snape myndi sjá til þess. Hún heyrði Cassöndru og Söruh koma inn. Þær hlupu til hennar og reyndu að tala við hana, en hún grét bara.
“Hvað gerðist Holly? Segðu okkur það svo við getum gert eitthvað. Hvað gerði Snape?” æpti Cassandra meðan Sarah reyndi að hugga Holly. Það heyrðist létt bank og svo opnuðust dyrnar og inn kom stelpa á fimmta ári.
“Er einhver Holly Grover í þessu herbergi?” Holly skalf en stóð samt upp. Fimmta árs stelpan kinkaði kolli og hélt áfram “ég á að fylgja þér til Dumbledores prófessor.”
Holly fékk kökk í hálsinn og Sarah greip um axlirnar á henni og sagði
“Ég ætla fá að labba með ykkur.” Cassandra stökk til þeirra og sagðist líka ætla fara með. Stelpan hikaði og sagði að Dumbledore hefði bara beðið um Holly en Sarah sagði að það væri í lagi, þær ætluðu bara að fylgja henni. Stelpan yppti öxlum og þær gengu af stað.
Fyrir utan málverkið guggnaði Holly og sneri sér við, hún ætlaði ekki að láta reka sig, hún ætlaði að hætta. Stelpan greip í öxl hennar og sagði lágt, eins og hún vissi hvað hún hugsaði,
“Hann var ekki reiður.” Holly gapti og sefaðist, kannski var hann ekkert búinn að tala við Snape. Hún gekk af stað. Á leiðinni reyndu Cassandra og Sarah að reyna að komast að því hvað hafði gerst, en hún bandaði þeim frá sér með hendinni. Þegar komið var að styttu þar sem McGonagall stóð kvaddi stelpan. Sarah og Cassandra stóðu þétt upp við hana, en McGonagall bað þær um að fara. Svo sagði hún “sítrónubrjóstsykur” og styttan færði sig. Holly hljóp hálfpartinn á eftir McGonagall, hún vildi ljúka þessu af. Þegar komið var að dyrunum bankaði McGonagall tvö stutt högg og eitt langt högg og Dumbledore kom til dyra. Hann brosti breitt og bauð Holly inn. Holly fölnaði, í dökkleitum hægindastól við arininn sat Severus Snape. Hún sneri sér við og sá Dumbledore loka dyrunum, hún leit á gluggana, lokaðir. Hún var föst þarna með Snape, hún var lokuð inni og hann ætlaði að fara að reka hana. Gat það verið verra? Hún sneri sér að Dumbledore sem benti henni á að setjast í stólinn við hliðina á Snape. Hún hikaði, en svo settist hún, það borgaði sig ekki að vera með eitthvert rugl, hver veit hvað yrði gert við hana þá. Dumbledore leit niður og spennti greipar og tók svo til máls með sinni rólegu og yfirveguðu röddu.
“Holly Grover, Snape kom til mín fyrir 5 mínútum með þá sögu að þú hafir rokið út úr eftirsetu. Það má ekki. Hann sagði mér einnig frá ýmsu sem þið töluðuð um.” Holly skalf og bjóst við því versta. “Það má alls ekki fara lengra. Þið nemendurnir eigið ekkert að vita og ég verð að biðja þig um að segja ekkert, ég veit ég get treyst á þig á að segja engum, þú varst bara í venjulegri eftirsetu hjá Snape og hann beitti þig galdri. Þessa sögu segirðu öllum. þú mátt ekki einu sinni segja Cassöndru Boot né Söruh Weasley hið sanna. Sumt á heima í flokki þess ósagða. Því má ekki hleypa þaðan út. Með því að geyma það ósagt bjargar fólk mannslífum, milljón manna útum allan heim eiga líf sitt að þakka þeim sem gátu leyft því ósagða að hvíla í friði. Með því að geyma þetta litla leyndarmál í flokki þess ósagða, merkja það hið ósagða og ekki rjúfa traust mitt bjargar þú lífi hans Severusar hér, og margra annarra. Það er vegna þess að því ósagða var hleypt út sem faðir þinn lét lífið. Heldur þú að þú getir bjargað öðrum frá sorginni?” Holly fannst hún vera að vakna til lífsins á ný, það átti ekki að reka hana, hún var frjáls aftur.Hún kinkaði kolli og á sömu stundu stóð Snape upp og faðmaði hana, hún vissi ekki hvernig hún átti að vera, en eftir smá stund kvaddi hann og fór. Eftir sátu Dumbledore og Holly og hún fann fyrir vináttu milli þeirra.
Stuttu seinna kvaddi hún og fór.

Í setustofu Gryffindor tóku Sarah og Cassandra á móti henni og reyndu á fullu að komast að því hvað hafði gerst og hún sagði það sem Dumbledore hafði sagt henni að segja.
Þegar hún var háttuð um kvöldið fór hún að hugsa um orð Dumbledore,
“Það er vegna þess að því ósagða var hleypt út sem faðir þinn lét lífið.” Hvað þýddi það? Hugsanirnar um það fóru með hana í draumalandið.

Hún var stödd útá víðavangi og alls staðar var fólk á hlaupum. Svo sá hún hann, sítt rauðbrúna hárið strokið aftur fyrir eyrun og bláu augun, full af ást. Holly horfði á faðir sinn, það var satt sem mamma hennar hafði sagt, hún var eftirmynd hans. Hún starði hún vildi ekki slíta af honum augun, hún hafði aldrei séð jafnfagra sjón. Svo sneri hann sér við og hljóp til konu með lítið barn, mömmu hennar.
“Elskan farðu heim með Holly,” sagði hann hrjúfri, en fallegri röddu.
“En Rupert,” byrjaði Stella lágt.
“Ekkert en, farðu heim og læstu, hafðu kveikt á öllum vörnum og hafðu Holly hjá þér, ég kem svo vonandi heim í kvöld.” Hann sagði þetta með mikilli alvöru í rómnum. Holly táraðist og færði sig nær.
“En Rupert, ég get ekki farið,” sagði Stella og Holly horfði á sjálfa sig sjúga fingurinn og stara á pabba sinn. Hún brosti í gegnum tárin.
“Þú verður, farðu með Holly heim, bjargaðu ykkur. Bless Holly mín, pabbi fara núna, Holly vera þæg við mömmu,” sagði hann og Holly horfði á sjálfa sig labba í burtu með móður sinni, sjúgandi fingur og starandi á faðir sinn. Og þá gerðist það, kuldalegur maður hrópaði einhver orð og beyndi sprota sínum að manni með svart mikið hár og eldingarlagaör á enninu. Það var Harry. Holly horfði á faðir sinn hlaupa inn í mannfjöldan, frá henni og móður hennar í geislann. Hún heyrði móður sína æpa og svo var allt svart.

Hún opnaði augun. Hún lá í himnasænginni sinni og í sitthvorum megin við hana sváfu Cassandra og Sarah. Hún dró andann ótt og títt. Hún mundi eftir þessu kvöldi, ekkert mikið, en nú fóru minningarnar að hlaðast upp.
Hún hafði verið í árlegri Sunnudagsgöngu sem hún og foreldrar hennar höfðu farið hvert ár, fyrsta sunnudag á nýju ári. Þau gengu niður eftir Skástræti þegar þau heyrðu læti í hliðargötu og Harry Potter kom hlaupandi til þeirra.
“Rupert geturðu komið? Voldemort króaði hálfa regluna af með alla dráparana, ég var sá eini sem slapp. Hann er að skjóta á þá með Avada Kevadra núna,” sagði hann í æsingi.
“Elskan bíddu hér.” Svo stökk hann af stað til hlaupandi fólksins og kom svo aftur og bað þær um að fara. Svo dó hann.
Hún grét lágt í koddann sinn og beit svo í sængina og sofnaði.

Næsta morgunn var laugardagur og strax eftir morgunmatinn flýtti Holly sér að skrifstofu Dumbledores, þar sem hún þekkti bæði leiðina og lykilorðið.
Þegar hún kom að dyrunum stóð Dumbledore úti og brosti
“Ahh, hvað er þér á höndum Holly litla Grover? Komdu inn fyrir.” Holly brosti þó hún hataði þegar fólk kallaði hana litla, en það var bara einhvernvegin öðruvísi með Dumbledore, hann var svo…hann var bara Dumbledore.
Hún settist í stólinn sem hún hafði setið í kvöldið áður og sagði Dumbledore frá öllu, frá draumnum, frá hugsununum, frá minningunum og hann horfði þögull og alvarlegur á hana og hlustaði. Þegar hún var búin að tala sagði Dumbledore rólega
“Og þú vilt að ég segi þér hvað þetta þýddi?” Holly kinkaði áköf kolli. “Því miður get ég ekki sagt þér nema brot af því í dag fröken Grover.” Holly langaði til að gráta af vonbrigðum. “En það er nokkuð sem ég get sagt þér. Þegar þú varst ung, bara kornabarn í vöggu kom ég eitt sinn heim til þín. Þú varst undurfögur og hamingjusöm.” Tár seytlaði niður vanga Hollyar og hún flýtti sér að þurrka það. “Þú áttir heima í lítilli og fallegri íbúð, áttir undurblíða foreldra sem fóru með þig sem postulín, í þeirra augum varst þú heimurinn. Svo sirka þrem árum síðar breyttist allt. Þá er ég að tala um dauða föður þíns. Í tvö ár mátti ekki minnast á Rupert án þess að þú brotnaðir niður. Svo þriðja árið fórst þú í skóla. Þar sem faðir þinn var látinn og móðir þín atvinnulaus tókstu stjúpföður þinn með þér í starfskynningu.” Holly kinkaði kolli, hún mundi eftir því, hún hafði hlakkað svo til að fara, og svo hafði Ryan eyðilagt fyrir henni, það var þá sem stríðið milli þeirra byrjaði.
“Ár þín í skóla breyttu þér mikið, í staðinn fyrir að loka þig inni hágrátandi varstu harðari. Þú vildir ekki ræða um föður þinn og vissir því ekkert um Hogwarts né sjálfa þig. Ég kom oft í heimsókn og tók því vel eftir því hvernig þú breyttist, hvernig blikið hvarf úr augunum ásamt minningunni um Rupert. Faðir þinn hefði ekki viljað að þú grétir, en hann vildi heldur ekki að þú gleymdir sér. Geymt en ekki gleymt. Hugsaðu um það.”
“Já,” sagði Holly með kökk í hálsinum.
“Þú mátt fara, og manstu hið ósagða,” sagði hann og blikkaði hana.
Hún kinkaði kolli og hljóp fram á ganginn. Þegar hún var komin fram fóru tárin að brjótast út. Hörð…tja allavega ekki lengur. Hvað var þessi skítaplace eiginlega að gera henni? Hún hljóp til Cassöndru og Söruh og lét sem ekkert hefði gerst, en þegar hún fór upp í rúm um kvöldið óskaði hún þess að vakna aftur heima hjá sér næsta morgunn og að ekkert af þessu hefði gerst.
Henni varð ekki að ósk sinni.