Hæ…mig langaði að senda inn keðjusögu, þar sem ég sendi inn lítinn hluta af sögu, svo svarar einn notandi með stuttu framhaldi af sögunni minni, svo svarar annar notandi hinum notandanum og svo koll af kolli…ég ætla að kalla keðjusöguna hinu frumlega nafni :

Harry Potter og andsettu beyglurnar

Harry hljóp eftir ganginum, hann var orðinn of seinn í tíma hjá McGonnagall. Hann hafði vaknað eldsnemma um morguninn og hugsað með sér að hann hefði tíma til að fara í smá morgungöngu áður en aðrir nemendur vöknuðu.
Morgungöngu? Hvaða 16 ára krakkar með réttu ráði ákveða það að fara í morgungöngu vegna þess að þeir vakna á undan öllum öðrum?Hugsaði hann og beygði fyrir hornið.
Hann hafði ákveðið að ganga í kringum vatnið, en þegar hann hafði komið til baka var morgunmaturinn búinn og tímarnir byrjaðir.
Það var ekki langt að stofu professor McGonnagall, aðeins tvö leynigöng og fimm beyjur. Hann var nú komin að fyrstu leynigöngunum, sem voru á bakvið stórt, eldgamalt veggteppi. En þegar hann svipti veggteppinu frá, sá hann dálítið hræðilegt, í göngunum bakvið veggteppið var….

Og nú tekur næsti við. Munið samt að andsettar beyglur verða að koma fram einhverstaðar í spunanum, enda heitir spuninn Harry Potter og andsettu beyglurnar.

Kv.Sungirl
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*