Jæja….ég er enn að vinna í því að fá leyfi til að senda spunann inn sem grein en þangað til ætla ég að senda þetta inn á korkunum og senda svo bara alla saman sem eina grein þegar ég er búin að bæta þetta þannig ef maður vill rifja upp getur maður farið í sjá greinar eftir notandi…en nóg um það!Spuninn!

4.kafli Flokkunin

“Hvað segirðu?” spurði Sarah.
“Lestin er stoppuð,” endurtók Cassandra og brosti.
“Jezz, komdu Holly,” æpti Sarah og stökk á fætur svo súkkulaðifroskarnir sem hún hafði verið að borða áður en hún sofnaði flugu í stórum boga og allir lentu beint í höfðinu á Daniel.
“Áááá, Cassandra, hvað er að, af hverju ertu að lemja mig?”æpti hann og stökk upp. “Hvað er að, hvað er svona fyndið?” spurði hann þegar stelpurnar skelltu upp úr.
“Ekkert nema það að ég er með langar hendur fyrst ég gat lamið þig svona,” svaraði Cassandra og Daniel til mikillar furðu sá hann meter á milli þeirra.
“Ég mun komast að því fyrr eða síðar hvernig þú gerðir þetta, og… og, hvað er eiginlega svona fyndið,” hann æpti seinustu orðin að Holly og Söruh, því Holly náði varla andanum fyrir hlátri og Sarah lá á gólfinu og baraði hnefunum í gólfið.
“Tha..tahh…sjá.. blee…hahahahaha,” sagði Sarah og benti á hrúgu af súkkulaðifroskum á sama stað og hann hafði verið á.
“Voruð þetta þið?” spurði hann Söruh hissa.
“Jaaaá, ahahahahahaha,” æpti Sarah.
“Ó,” sagði hann og roðnaði. “Bææ!” Hann hljóp út.
“Stelpur, ætlið þið í skólann?” spurði Cassandra og dró þær á fætur. “Flýtum okkur, það er að segja ef þið ætlið.”
“Auðvitað ætlum við í skólan, komdu Holly,” svaraði Sarah og greip koffortið sitt og ugluna og labbaði út ásamt Cassöndru og Holly.
Þegar þær komu út heyrðist góðlátleg dimm rödd,
“Sæl Sarah mín, gott að sjá þig.” Þetta var maður, mjög stór maður, með mikið skegg.
“Hæ Hagrid, þetta er Holly Cooper, eða Grover þú ræður…” maðurinn stirðnaði upp “…og þetta er Cassandra Boot, Cassandra og Holly þetta er Hagrid, hann er skógarvörður og kennari í ummönnun galdraskepna.”
“Gro..Grover, sagðirðu Grover?” spurði hann og horfði á hana með tárin í augunum.
“Já, pabbi hét Grover,” svaraði Holly og brosti taugaóstyrk.
“Grover, Guð minn góður, já ég sé það núna, þú hefur brosið hans Ruperts, og augun, þetta eru augun hans Ruperts. Þú ert svo sannarlega dóttir Ruperts.”
“Já, það hef ég vitað heillengi, en ég skil hins vegar ekki hvað er svona ótrúlegt við það.”
“Ekkert, ekkert, dóttir Ruperts, hér í Hogwarts, guð minn góður, Grover,” muldraði maðurinn taugaóstyrkur.
“Hagrid, mér þykir leitt að trufla þig í að hugsa, en ætlum við til Hogwarts í dag,” sagði Sarah óþolinmóð og veifaði hendinni fyrir framan hann.
Það var eins og hann hrykki upp úr leiðslu.
“Já til Hogwarts, komum. Fyrsta árs nemar hingað. Dóttir Ruperts, hér….” hann tautaði svo mikið að hann gekk fram hjá bátum sem voru við vatnsbakkann og út í vatnið.
“RUBEUS HAGRID VAKNAÐU,” æpti Sarah og greip í hann, það mistókst og hún steytist á bólakaf í vatnið. Maðurinn tók viðbragð og dró hana upp úr og kallaði hátt
“4 í hvern bát.”
Holly og Cassandra hlupu til Söruh og hjálpuðu henni upp í bátinnvið hliðina á Hagrid.
“Daniel, komdu við erum með bát,” æpti Cassandra og veifaði, en Daniel fór í bát með 3 strákum og leit ekki einu sinni á hana.
“Er pláss í þessum bát?” Það var stelpa með ljóst, liðað hár og blá augu sem spurði.
“Já auðvitað, sestu,” sagði Holly og færði sig til að gefa stelpunni pláss.
“Takk, ég er Karen Creevey, hvað heitið þið?” spurði stelpan og brosti.
“Holly Grover, eða Cooper what ever,” sagði Holly og ranghvolfdi í sér augun, það var mikið erfiðara að kynna sig í galdraheiminum.
“Sarah Weasley,” sagði Sarah og brosti.
“Boot, Cassandra Boot,” sagði Cassandra með dimmri rödd sem kom þeim öllum til að hlæja.
“Okey… Holly Grover, er það ekki rétt?” hún benti á Holly sem kinkaði kolli, “Sarah Weasley,” Sarah kinkaði kolli “ og þú er Cassandra…. ohh, ég á að muna þetta…. Boot!”
“Rétt,” sagði Cassandra og hló að einbeitingarsvipnum sem hafði komið á Kareni þegar hún var að rifja upp nafnið.
“Á hvað a heimavist heldur þú að þú lendir?” spurði Holly hana.
“Huffelpuff eða Gryffindor, en þið?” spurði Karen og hallaði sér ískyggilega mikið yfir borðstokkinn.
“Gryffindor,” sagði Sarah eins og hún væri byrjuð þar.
“Ravenclaw eða Huffelpuff,” svaraði Cassandra.
“Veit ekki,” svaraði Holly, “ég vona bara að ég verði með Söruh.”
“Og mér er alveg sama hvar ég lendi, svo lengi sem ég lendi ekki með Holly,” sagði Sarah í stríðnistón og leit á Holly.
“Hey, taktu þetta til baka, er ekki nóg að láta mig éta ógeðslegt nammi og kæfa mig úr hlátri?” spurði Holly og þóttist vera sár.
“Stígið á land og komið,” kallaði Hagrid og brosti. “Passið að skilja ekki neitt eftir í bátunum. Fyrsta árs nemar fylgið mér, af stað nú!”
Þau gengu að háum dyrum og Hagrid barði á þær. Það kom öldruð kona með hörkulegt andlit og Holly var strax viss um að það væri jafn auðvelt að óhlýðnast þessari konu eins og að segja mömmu hennar að hún væri léleg óperusöngkona.
“Þakka þér Hagrid, ég tek við þeim hér,” sagði konan, “fyrsta árs nemar, fylgið mér.”
Svo gekk hún af stað með hrúgu af 11 ára krökkum á eftir sér, í gengum risastóran forsal og inn í meðalstórt herbergi.
“Verið velkomin í Hogwartsskóla, ég er McGonagall,” sagði konan. “Skólasetningin hefst bráðlega, en áður en þið setjist niður við eitthvað borð verður ykkur skipt niður á heimavistir. Þeir sem eru á ykkar heimavist eru einhverns konar fjölskylda, þið deilið með þeim setustofu og svefnsölum. Það eru fjórar heimavistir, Gryffindor, Huffelpuff, Ravenclaw og Slytherin. Þið getið misst stig, eða tapað stigum fyrir heimavistina, allt fer það eftir hegðun ykkar. Sú heimavist sem er með flest stig í lok skólaárs vinnur heimavistarbikarinn. Ég skrepp núna inn í sal, ég vil engin læti á meðan. Ég kem aftur þegar allt er tilbúið og ef eitthvað er ekki eins og það á að vera verður ekki gaman hjá ykkur,” hún leit hvössum augum yfir hópinn, svona til að leggja áherslu á síðustu orðin, og gekk svo út.
Allt í einu datt Holly dálítið í hug,
“Hver skiptir okkur niður í heimavistir, er það Dumbledore?” spurði hún Söruh.
“Nei, flokkunarhatturinn, flokkunarhatturinn….” byrjaði Sarah.
“Hattur? Hattur, ræður hattur hvort ég fer á einhverja lúðaheimavist?” æpti Holly það hátt að margir í kringum hana litu á hana.
“Uss, fólk starir á þig, hatturinn er gæddur einhverjum eiginleikum, veit ekki alveg, en hann á að vita hvar við lendum þegar við látum hann á hausinn,” sagði Sarah.
“Ó,” sagði Holly og roðnaði, því nærri allir gláptu á þær. Henni líkaði illa að vera miðpunktur allrar athyglinnar, heima var aldrei tekið mikið eftir henni, bara John. Sem betur fer losnaði hún samt úr klípunni því allt í einu gekk McGonagall inn.
“Sæl aftur. Nú er allt tilbúið inni í Stóra Sal og við erum tilbúin að byrja. Ég vil engin fíflalæti, fylgið mér,” sagði hún rólega, en yfirvegað. Svo gekk hún rólega út úr herberginu með þau á eftir sér, í gegnum forsalinn inn um risastórar dyr og inn í stóran matsal, helmingi stærri en forsalinn. Það var allt svo óraunverulegt þarna inni, fjögur borð, líklega eitt fyrir hverja heimavist, fullt af gullbikurum og diskum, en samt enginn matur og loftið, það var ekkert loft, það var opið beint upp í himininn.
“Sarah, hvar er loftið?” spurði hún Söruh varlega, og bætti svo við “ekki fara að hlæja.”
“Loftið er þarna, þetta eru bara álög. Það speglar veðrið úti,” svaraði Sarah, greinilega að springa úr hlátri undir niðri.
“Myndið röð hér,” sagði McGonagall, og allt í einu tók Holly eftir að hún var komin upp að kennaraborðinu aftast í salnum. Hún stillti sér upp í röð fyrir aftan Cassöndru og Sarah fyrir aftan hana. “Nú kalla ég upp nöfnin ykkar, eftirnafnið fyrst og þá eigið þið að setjast á stólinn, ég læt svo hattinn á höfuðið, og hann ræður hvar þið eigið heima næstu sjö árin,” sagði McGonagall “en fyrst er það flokkunarsöngurinn.” Hún benti á hattinn sem opnaði rifu eins og munn og byrjaði að syngja.

“Fyrir mörgum árum
uppi voru galdrakallar fjórir.
Sytherin, Huffelpuff Ravenclaw
og Gryffindor, allir stórir.

Þeir galdraskóla bjuggu til,
þar ungir skildu læra.
Þeir settu á stokk sína heimavist,
því þeir vildu engan særa.

Gryffindor hina hugdjörfu valdi,
Ravenclaw vildi hugsuðina sjá.
Slythein útsmoginn sem slanga
og Huffelpuff um restina sá.

Þessir galdrakallar
höfðu mikinn mátt,
alltof, alltof mikinn
til að lifa í sátt.

Gryffindor og Slytherin
skáru á vinabönd,
og ósköpin enduðu með ferð
Slytherin um lönd.”

Þegar hatturinn þagnaði bárust út gífurleg fagnaðarlæti. Þegar þau hættu loksins sagði McGonagall
“Avery Ashley.” Stór og mikil stelpa með stuttklippt hár gekk að stólnum og settist. Hún sat með hattinn á hausnum nokkra stund en svo æpti hann hátt svo Holly hrökk í kút “Slytherin.” Það var klappað og blístrað við eitt af borðunum og Ashley hljóp þangað. Næst voru það systkin hennar Brian og Melissa sem voru send til Slytherin. Svo Eliza og Ruby Bones til Ravenclaw og Huffelpuff.
Svo kallaði McGonagall “Boot Cassandra.” Cassandra gekk að stólnum og Holly sá hana krossleggja fingur. Hatturinn tók sér örstutta stund til umhugsunar áður en hann öskraði “Gryffindor.”
Næst var það Daniel og hann var sendur til Slytherin. Holly sá að Cassandra var reið og hissa á svipinn þegar hann valsaði upp að Slytherinborðinu og gaf þessum Avery fiveinn.
Svo var Oliver John Calaway og tvíburarnir Leo og Rose Corner til Ravenclaw, Peter og Kristen Crabbe til Slytherin. Karen Creevy stelpan úr bátnum til Huffelpuff, líka Tom Crittenden, en Davies Gabrielle fór til Gryffindor og beint á eftir fylgdi systir hennar Lisa. Svo Hannah og Mandy Finch-Fletchley til Huffelpuff og svo Finnigan . Svo Flint, Goyle, Grant og Grant og svo loksins “Holly Grover.”
Hún gekk að kollinum og settist, svo heyrði hún rödd, “Hummm, erfið manneskja, þú ert gáfuð, en passar samt ekki inn í Ravenclaw eins og faðir þinn, þú ert ekki mjög útsmogin, en þú hefur nóg af hugrekki, ég sendi þig því til GRYFFINDOR!” Hatturinn öskraði seinasta orðið yfir salinn. Hún stóð upp og gekk að Gryffindorborðinu og settist við hliðina á Cassöndru sem var í hrókasamræðum við tvíburana. En Holly fylgdist áfram með flokkuninni, hvað ef Sarah myndi ekki lenda í Gryffindor. Hún fylgdist með Ruperti Jackson sendum til Ravenclaw, svo hrúga af strákum til Gryffindor, George James, og svo þríburarnir Andrew, Jim og Luke Longbottom. Svo Macmillan og Macmillan, svo Malfoy, McFarland, Nott, Perks og Perks og svo loksins “Sarah Weasley.” Hatturinn rétt snerti höfuðið á henni og svo “Gryffindor.” Það bárust út mikil læti við Gryffindor borðið, aðallega því að Holly sló Cassöndru svo hressilega í bakið af ánægju að hún lenti með andlitið beint á diskunum fyrir framan hana og Cassandra bölvaði allan tíman þangað til flokkunarhatturinn yirgnæfði hana með að senda Nicole Wood til Ravenclaw.

5. kafli Fyrsti skóladagurinn

“Jezz, þú ert í Gryffindor, við erum allar í Gryffindor,” sagði Holly og brosti þegar Sarah gekk upp að borðinu. “Ertu ekki ánægð Cassandra? Cassandra?” Hún pikkaði í Cassöndru, en hún horfði bara illilega yfir að Slytherinborðinu þar sem Daniel var greinilega mjög vinsæll.
“Þetta kvikindi, ég skal sko sýna honum. Hann skal ekki voga sér,” hvæsti Cassandra milli sambitinna tannanna.
“Hvað ertu að meina?” spurði Holly hissa og leit á hana.
“Sérðu bókina sem hann er að lesa upphátt og allir hlæja útaf?” spurði Cassandra.
“Já,” svaraði Holly, en hún gat ekki skilið hvað það kom málinu við.
“Þessi bók er í alveg eins kápu og dagbókin mín.”
“Þá gerir þú svona, fylgstu vel með,” sagði Sarah “Accio Dagbók,” og dagbókin sviptist úr hendi Daniels, beint í útrétta hendi Söruh.
“Ég vil biðja ykkur um þögn,” kallaði Dumbledore þá “Það er stranglega bannað að galdra á göngunum, þetta áttu að vita Sarah Weasley. Það er líka stranglega bannað að fara inn í forboðna skóginn. Svo verðið þið eldri líka að muna að þið verðið að fara mjög varlega í Hogsmade og helst vera mörg saman.”
“Hvað er Hogsmade?” spurði Holly Söruh.
“Það er galdraþorp og ekki grípa frammí,” svaraði Sarah
“Mér finnst nú betra að fá að klára það sem ég þarf að segja, þetta veist þú Sarah, en það er nú líklegt að fyrsta árs nemar eins og Holly viti þetta ekki,” sagði Dumbledore og horfði góðlátlega á þær “en já, þar sem Voldermort er enn ófundin verðið þið að fara varlega, líka á skólalóðinni.” Hann horfði alvarlega á alla. “Hr. Filch hefur bætt nokkrum hlutum í viðbót á bannlistann sinn svo nú er hann orðinn 1228 hlutir en ekki 976 eins og í fyrra. Það var ekkert fleira nema, BORÐIÐ NÆGJU YKKAR!” Það bárust út gífurleg læti og diskarnir fylltust af mat.
“Ahh, hvað gerðist, af hverju kom matur á diskana? Hver er Voldermort?” spurði Holly áköf, “hver er Hr. Filch? Hvað er gert í Hogsmade? Af hverju átt þú að vita allt?”
“Róleg, ég get bara svarað einu í einu. Þetta eru galdrar, Dumbledore gerði þetta með göldrum. Voldermort er versti galdramaður allra tíma, og eini sem hefur sloppið undan honum er Harry Potter, hann er besti vinur pabba og mömmu, hann býr hjá okkur, og svo auðvitað Ginny og Arthur líka. Harry er þarna,” Hún benti á dökkhærðan ungan kennara með eldingarlega ör á enninu. “Hr. Filch er húsvörðurinn og hann er taugaveiklaður auli og ásamt kettinum hans sér hann um að gera skólann að leiðinlegum stað. Eldri nemarnir mega bara fara til Hogsmade, en það er galdraþorp þar sem þeir fá sér að borða og versla. Og ég á að vita allt því ég var hér um jólin í fyrra,” svaraði Sarah og brosti.
“Af hverju varstu hér á jólunum í fyrra?” spurði Holly.
“Geturðu rétt mér sósuna?” spurði frekknótt stelpa á móti þeim.
“Hér,” svaraði Holly og rétti henni hana. “Jæja, Af hverju varstu ér í fyrra á jólunum.”
“Út af því að mamma, pabbi og Ginny fóru til ömmu og afa og ég og Arthur vorum send hingað til Harrys. Það var rosa fjör.”
“Eru Ginny og Arthur systkini þín?” spurði Holly.
“Nei, Ginny er systir pabba og Arthur er sonur hennar,” svaraði Sarah.
“Er Harry pabbi Arthurs?” spurði Holly og ætlaði greinilega að fatta allt.
“Nei, auðvitað ekki, djöfullinn hann Dean Thomas er pabbinn, en hann hélt fram hjá Ginny,” svaraði Sarah reið.
“Ó, ég bara hélt af því að þau búa bæði hjá ykkur og svona…” sagði Holly og roðnaði.
“Ó já, það er ósköp eðlilegt og allt, og þau passa vel saman og allt svoleiðis, bara Ginny er ekki búin að ná sér eftir dæmið með djöflinum og…” en hún komst ekki lengra því Holly skellti upp úr.
“Djö..Djöflinum… hahaha, kallar þú pabba frænda þíns djöful?” spurði Holly skellihlæjandi.
“Já, hann er djöfulsins fyllibytta og…ahahahha.” Hún sprakk líka úr hlátri.
“Hvað er svona fyndið?” spurði önnur frekknótt stelpa hinum megin við borðið.
“HAHAHAHA…. ekkert nema henni finnst fyrrverandi maður frænku hennar djöfull,” sagði Holly og hló enn meir.
“Ó,” sagði stelpan og roðnaði “Hvað heitið þið?” Hún ætlaði greinilega ekki að gefast upp.
“Holly Cooper eða Grover eða what ever, kallaðu mig bara Holly,” sagði Holly, hún þoldi ekki að kynna sig.
“Sarah Weasley, fædd til að flippa, þekkt fyrir að flippa og mun alltaf flippa,” sagði Sarah.
“Cassandra Boot,” sagði Cassandra og tók í hendina á henni.
Allt í einu var dauðaþögn í salnum og Dumbledore stóð upp og sagði rólega
“Nú þegar við höfum öll borðað og drukkið nægju okkar er best að snúa aftur til heimavistarinnar. Fyrsta árs nemum er skylt að fylgja umsjónarmönnum sinnar heimavistar. Þið verðið að muna lykilorðið að ykkar heimavist. Góða nótt.” Svo settist hann aftur.Þá stóðu allir upp og gengu út.
“Fyrsta árs nemar Gryffindor hingað,” sagði stór, og greinilega mjög stjórnsamur Gryffindor nemi. Þau gengu á eftir honum -Sarah og Holly enn í hláturskasti- upp marga stiga og gengum margar hurðir.
“Þið verðið að vara ykkur, því stigarnir hreyfast,” sagði strákurinn og gekk með þau að málverki með mynd af feitri konu í bleikum kjól.
“Leyniorðið,” spurði konan Holly og nokkrum öðrum til mikillar furðu.
“Dropasteinskerti,” sagði strákurinn og málverkið sveiflaðist til hliðar.
Þau gengu inn í gegnum gatið á málverkinu og að sófum þar sem strákurinn benti þeim á að setjast.
“Ég heiti Daniel Creevy og er umsjónarmaður yfir Gryffindor,” sagði hann. “Ef þið þurfið hjálp er alltaf hægt að spyrja mig. Þetta er setustofan okkar. Hér mega bæði strákar og stelpur vera. Hér ganga strákarnir upp í sinn svefnsal,” hann benti á stiga “og hérna stelpurnar. Nú, þetta er það helsta, ef þið hafið einhverjar spurningar spyrjið þá núna og farið svo upp í ykkar svefnsal.” Það spurði engin svo hann rak þau upp í háttinn. Þegar þær komu upp hljóp Sarah inn ganginn með hinar á eftir sér og beint að hurð sem stóð á fyrsta ár. Hún hljóp í gegnum dyrnar og kastaði sér upp í rúm og æpti
“Mitt rúm!” Holly fór að dæmi hennar og hoppaði upp í næsta við hliðina á Söruh rúmi og a´kvað að stæla Söruh að eins og æpti því
“Mitt rúm, ekki koma nálægt því arrr!” Svo lyppuðust hún og Sarah niður í einu stóru hláturskasti meðan hinar fundu sér rúm.

Næsta morgun þegar þær vöknuðu voru komnar stundaskrár við hliðina á rúmunum þeirra.
“Jæja, þú færð að kynnast Harry í dag,” sagði Sarah þegar hún hafði skoðað stundaskrána. “Hann kennir varnir gegn myrku öflunum.”
“Er það, það er fagið sem mér finnst hljóma mest spennandi,ég meina hver nennir að sitja í flugvél og læra að fljúga,” sagði Holly hugsi.
“Ha? Hvað er flugvól?” spurði Sarah hissa.
“Flugvél er svona sem maður situr í og flýgur í. Er það ekki það sem við gerum í flugtímunum?” spurði Holly varfærnislega.
“Nei, auðvitað ekki, við lærum að fljúga á galdrakústum,” svaraði Sarah hlæjandi.
“Ó, en hverjir kenna hitt sem við erum í í dag?” spurði Holly til að beina athyglinni frá sjálfri sér.
“Má ég sjá,” sagði Sarah og tók af henni stundartöfluna því að hún var búin að láta sína niður í tösku. “Flitwick kennir töfrabrögð, það er litli kallinn.” Holly vissi vel hvern hún var að tala um, það var kennari við skólann sem var minni en hún sjálf. “Snape kennir töfradrykki, hann er með ógeðslega fitugt hár. Binns kennir Sögu galdranna og hann er draugur. Já svo er það Spíra sem kennir Jurtafræði, McGonagll sem kennir ummyndun og Hooch sem kennir flug á flugvólíum.”
“Flugvélum,” leiðrétti Holly hana og þær skelltu uppúr og drifu sig niður í mat.
Þegar þangað var komið voru fáir mættir og Sarah notaði tækifærið til að kynna Holly fyrir Harry sem gekk inn í salinn rétt á eftir þeim.
“Hæ, ” sagði Harry.
“Hæ, er erfitt að læra Varnir gegn myrku öflunum?” spurði Holly því það var það fyrsta sem henni datt í hug að segja.
“Já, frekar, alla vegna þegar það er svona ömurlegur kennari eins og ég að kenna. Ég hef nú ekki gert neitt jafn merkilegt og kennararnir mínir, á ég að nefna 3-4 dæmi,” Holly kinkaði kolli og hann hélt áfram “1. kennarinn minn var með andlit Voldermorts í hnakkanum, 4. kennarinn minn var drápari sem hafði lokað alvöru Skrögg niðri í kofforti í 9 mánuði, 2. kennarinn minn beitti fólk sem hafði unnið einhver afrek gleymskuálögum og þóttist svo sjálfur hafa gert það sem hinir gerðu, 3. kennarinn minn var varúlfur og alger snillingur, og teiknaði eitt besta kort sem ég hef séð ásamt fleirum og 5. kennarinn minn var borinn burt af kentárahjörð,” sagði Harry og glotti.
“Þetta voru 5 dæmi,” sagði Holly eftir smá þögn.
“Sjáðu, ég kann ekki einu sinni að telja,” sagði Harry og var greinilega alveg að deyja úr hlátri.
“Harry, Holly veit þú ert ekki heimskur bara klikkhaus,” sagði Sarah og brosti stríðnislega.
“Já, en kannski hefur þú gleymt að segja henni hvað þú er lík mér, alveg klikk,” sagði Harry og brosti.
“Harry, hún hélt að við flygum á flugvólíum, ekki kústum,” sagði Sarah, eins og til að sína að hún væri ekki ein um að vera klikk.
“Humm, svo þú ert ein af þeim sem eru LÍK SÖRUH…HAHAHAHAHA,” sagði hann og glotti
“Komdu Holly, ég nenni ekki að tala við hann, hann skilur okkur ekki nógu og vel og ég vil ekki nota táknmál,” sagði Sarah og dró Holly af stað.
“Þið rífist eins og systkin,” sagði Holly og hló.
“Rífumst, ef þú kallar þetta rifrildi bíddu þangað til þú sérð mig og Arthur rífast. Við Harry rífumst aldrei, við grínumst,” sagði Sarah og brosti.
“Okey,” sagði Holly og hló þegar Sarah hljóp aftan að Harry og kastaði í hann súkkulaðifrosk sem hún hafði geymt undir skikkjunni.
Í því fóru nemendur að streyma inn og Harry settist við kennaraborðið svo Sarah kom aftur.
“Finnst honum þú ekkert pirrandi,” spurði Holly hissa þegar Harry gaf Söruh einhvers konar merki.
“Nei, auðvitað ekki. Honum myndi leiðast djöfulli mikið ef ég myndi hætta. Ég minni hann á pabba með þessu, ef ég myndi hætta myndi ég minna hann á mömmu, ekki það að hún sé leiðinleg, nema það ég verð að minna á bæði, það er mitt hlutverk. Harry myndi grenja ef ég hætti, þess vegna vorum við Arthur send til hans í fyrra,” sagði Sarah og bætti svo við “nú fara uglurnar að koma.”
Og í því komu þúsund, ef ekki milljón uglur svífandi inn og ein lenti beint fyrir sleppti bréfi á diskinn hennar Söruh.
Sarah flýtti sér að rífa það upp og las fyrir Holly
“Elsku ömmustelpa, Ohhhh þetta er frá ömmu.”
“Haltu áfram,” sagði Holy og benti á bréfið.
“Hemm já, Elsku ömmustelpa, til hamingju með að vera í Gryffindor, þetta er alveg æðislegt hjá þér, sendu okkur myndir af þér og nýju vinunum. Frá stoltri ömmu
-Molly.”
Í bréfinu var líka mynd af þybbinni konu og karli sem sátu á stól með 4 krakka í kringum sig á jörðinni og mynd af Sex mönnum í röð og einni konu fyrir framan.
“Hverjir eru þetta?” spurði Holly og benti á mennina.
“Þetta eru Bill, Charlie, Percy, Fred, George, pabbi og Ginny,” svo benti hún á hina myndina “Og þetta eru amma, afi, ég, Arthur, Molly og Bill.”
“Eru Molly og Bill líka frændfólk þitt,” spurði Holly.
“Já, Molly er dóttir Bills og Fleur Delecour og Bill er sonur þeirra. Þau eru 18,” sagði Sarah og stakk myndunum ofan í tösku. Svo brosti hún og spurði “Kjúkling Holly.” Holly gapti, borðið var orðið fullt af beikoni, eggjum, pönnukökum og pulsum, borðaði þetta fólk aldrei Cheerios eða Cocopuffs?
“Hvar er Cheeriosið?” áræddi Holly loks að spyrja.
“Ha? Cheerios? Hvað er það?” spurði Sarah og frussaði kjúkling yfir allt borðið.
“Morgunkorn,” sagði Holly og rétti Lisu servéttu því hún vart öll út í kjúklingi eftir Söruh.
“Það er bara eitthvað sem muggar borða,” sagði Sarah og brosti “þú verður að venjast mat sem tilheyrir þér.”
“Ókeyyy, viltu rétta mér egg,” spurði Holly og brosti taugaóstyrk, og í staðinn fyrir að Sarah rétti henni egg birtist einn á diskinum hennar. Hún ákvað að prófa aftur “Svínabeikon.” Og svín birtust ofan á kjúklingnum. “Burt með Svínabeikon,” og Svínabeikonið hvarf. Holly eyddi megninu af matartímanum í að galdra hluti af og á diskinn sinn, hún galdraði meira að segja hattinn hennar McGonagall á diskinn.
Svo þegar hún var loksins orðin södd fóru hún og Sarah af stað í Varnir gegn myrku öflunum.
“Hey stelpur, bíðið,” var kallað bakvið þær og Cassandra hljóp til þeirra. “Hvert eruð þið að fara?”
“Í varnir gegn myrku öflunum,” svaraði Sarah “Af hverju?”
“En þær byrja ekki fyrr en eftir 15 mínútur,” sagði Cassandra hissa.
“Já, við ætlum aðeins að hitta Harry fyrir tímann,” sagði Sarah “viltu koma með?”
“Auðvitað,” svaraði Cassandra og þær gengu af stað.
“Hvar er stofan?” spurði Cassandra eftir nokkrar mínútur.
“Hún er hér,” sagði Sarah og bankaði á hálfopna hurð þar sem Harry sást fyrir innan.
“Kominn,” sagði Harry og þóttist undrandi, “Er það ekki fröken klikk, fröken flugvólía og fröken óþekkt.”
“Boot,” sagði Cassandra.
“Fröken klikk, fröken flugvólía og fröken Berta Bott, frábært gengi, hvað segið þið um karamellu,” og tóku upp karmellu í skæru bréfi.
“Nei,” æpti Sarah þegar Holly og Cassandra réttu fram hendurnar “þetta er tröllatungukaramella, þið fáið risa tungu.”
“Ha?” spurði Holly hissa.
“Já, Fred og George bjuggu þær til,” sagði Sarah og greip eina af Harry “Sjáið þið bara,” hún fletti utan af karamellunni og kastaði upp í Harry sem flýtti sér að skyrpa henni út úr sér.
“Sko hann vill hana ekki sjálfur,” sagaði Sarah og brosti, en í því streymdu nemendur inn svo Harry gafst ekki tækifæri til að gera neitt.
“Jæja, ég veit þetta er ekki mjög stór stofa, en hún nægir okkur, við verðum bara að þjappa,” sagði Harry. “Eru allir búnir að koma sér vel fyrir, ókey, þá les ég upp.”
Tíminn gekk vel, hann var mest að segja þeim hvað hann ætlaði sér að kenna þeim. Þegar tíminn var búin sagði hann
“Flettið ill öfl 1.stig heima og komið með hugmyndir á hverju þið viljið byrja, svo sjáumst við í næsta tíma,” kallaði Harry á eftir krökkunum.
“Hvað er næst?” spurði Holly og rótaði í skólatöskunni sinni.
“Bíddu aðeins,” sagði Sarah og tók upp stundartöfluna. “Töfrabrögð hjá prófessor Flitwick með krökkunum í Ravenclaw. Ég held það sé upp þennan hér stiga.” Hún var lögð af stað upp stigann þegar heyrðist kallað
“Sarah Weasley hvert ertu að fara?” Þetta var McGonagall.
“Í töfrabragðastofuna,” sagði Sarah hissa.
“Þá hafið þið villst, þið farið í þessa átt,” hún benti til vinstri “ þar stendur Flitwick fyrir utan stofuna, gangi ykkur vel.”
“Takk,” sögðu Holly, Sarah og Cassandra einum rómi og gengu af stað.
Þegar þær komu að töfrabragðastofunni var Flitwick fyrir utan.
“Sælar, farið þið bara inn í stofu, ég kem á eftir,” sagði Flitwick með sinni skræku röddu.
Þær fengu sér sæti við borð framarlega í stofunni. Stuttu seinna fóru nemendur að streyma inn og Flitwick rak lestina. Hann hafði tímann með svipuð sniði og Harry, það er að segja hélt ræðu um fagið og hvað hann hugðist kenna þeim yfir veturinn. “
“Það er engin heimavinna fyrir næsta tíma, nema þið þurfið að mæta tímanlega,” sagði hann í lokin og allir þustu út.
“Jæja, nú er bara töfradrykkir eftir og svo förum við í hádegisverð,” sagði Cassandra ánægð.
“Já, hey þarna er Harry, kannski hann geti bent okkur hvaða dýflissa er töfradrykkjastofan,” sagði Holly og þær þutu af stað

6. kafli Heimsókn til Hagirds

Holly, Cassandra og Sarah sátu í einu horni setustofu Gryffindor og flettu í bókinni ill öfl fyrsta stig.
“Hér er svolítið spennandi, það er smáálfar,” sagði Holly og Sarah punktaði það samstundis hjá sér.
“Jæja, þetta ætti að nægja, við erum komnar með 6 hluti sem okkur myndi langa til að byrja á, kannski við gætum gert þetta fjandans töfradrykkjaverkefni,” sagði Sarah og gnísti tönnum, Snape hafði setti fyrir hálfa pergament rúllu um bezoar.
Holly hugsaði til baka um 2 klukkustundir. Þá hafði hún setið inni í töfradrykkjastofunni og setið hræðislegum tíma, örugglega versta tíma sem hún hafði upplifað. Snape var illgjarnasti kennari sem hún hafði augum litið, þó að Sarah segði hann þurfa að vera svona, hvað sem það þýddi, fannst henni hann hræðilegur kennari. Hann hafði byrjað á tíman á að lesa upp eins og hinir kennararnir. Svo í talaði hann um að þetta væri flókið og hann byggist við að við værum og heimsk til að skilja þetta. Svo sneri hann út úr öllu sem þau sögðu og var hundleiðinlegur.
Hún sneri sér að verkefninu. Bezoar, heimskulegt nafn. Hún sökkti sér ofan í verkefnið. Stuttu seinna setti hún seinasta punktinn yfir i-ið og skellti bókinni ofan í tösku.
“Flýtið ykkur stelpur,” sagði hún og leit á ritgerðirnar þeirra. Þær voru næstum búnar “Komið út eða eitthvað.”
“Vertu róleg, ég á bara smá eftir,” sagði Sarah og kláraði setninguna.
“Flýttu þér Cassandra, mig langar út!”sagði Holly og hjálpaði Söruh að ganga frá niður í tösku.
“Þú lætur eins og þú hafir ekki komið út í heilt ár,” sagði Cassandra þreytulega.
“Ég hef það heldur ekki svo flýttu þér,” sagði Holly og stóð á fætur.
“Ókey, ég á bara eftir þessa setningu, róaðu þig aðeins,” sagði Cassandra og kláraði setninguna.
“Ókey, drullum okkur upp með töskurnar og komum okkur svo út,” sagði Holly og Sarah tók undir það.
“Hvert förum við svo,” spurði Holly þegar þær voru komnar út.
“Ég veit ekki, ættum við að kíkja til Hagrids?” sagði Sarah.
“Jájá,” sagði Holly og þær röltu af stað.
Þegar þær bankuðu heyrðist ógnvekjandi gelt fyrir innan svo Cassandra datt aftur fyrir sig af hræðslu.
“Róleg, þetta er bara Tryggur, hann gerir þér ekkert,” sagði Sarah og brosti.
“Tryggur inn, nei inn sagði ég, INN,” heyrðist Hagrid öskra fyrir innan. Svo opnaði hann hurðina. “Nei halló, hvað eruð þið að gera hér,” sagði Hagrid hissa.
“Heimsækja þig,” sagði Sarah, “nei annars vorum bara að labba um skóla lóðina og bönkuðu “óvart” á hurðina.”
“Gat sagt mér það sjálfur, komið inn, ég er einmitt með annan gest sem þér þætti gaman að hitta,” sagði Hagrid og bauð þeim inn. Fyrir innan mætti þeim stór hundur sem flaðraði upp um Söruh. “Tryggur sestu, sestu,” rumdi í Hagrid og hann grip í axlirnar á Holly. “Tryggur þetta er Holly, Holly voða, voða góð, Holly stundum koma,” svo gekk hann að Cassöndru og sló í bakið á henni, “Tryggur, þetta er, hvað heitirðu aftur?”
“Cassandra Boot,” svaraði hún lágt.
“Já, Tryggur þetta er Cassandra, Cassandra voða voða góð, Cassandra stundum koma. Já og þessa þekkiru, þetta er Sarah, Sarah aftur komin, er það ekki gaman,” sagði hann og greip utan um hana.
“Nei, sælt veri fólkið,” heyrðist rödd úr einum sófanum segja. Þetta var Harry. “Á ekki að kynna mig fyrir Tryggi?” Stelpurnar flissuðu. “Hvað, þetta var aldeilis ófyndið,” sagði hann með svona bland af virðulegri röddu og hissa röddu þannig stelpurnar lyppuðust niður í hláturskasti og tóku ekki einu sinni eftir því þegar þær fengu rennvota tunguna í Tryggi framan í sig.
“Sjáiði, honum líkar vel við ykkur,” sagði Hagrid og horfði stoltur á.
“Hagrid, geturðu aðeins hjálpað mér með þetta? Svo er ég nefnilega að fara að kenna eftir hálftíma svo ef þú gætir flýtt þér væri það í lagi,” sagði Harry og flokkaði blöð.
“Auðvitað auðvitað, Tryggur rólegur,” sagði Hagrid út á þekju og gekk til Harrys.
“Takk,” sagði Harry “ef þú gætir opnað þessa bók á blaðsíðu 317 og rétt mér verkefnin.” Hann benti á stóra bók sem stóð á Ill öfl, 2.stig og á hrúgu af pergamentsrúllum.
“Auðvitað,” sagði hann og greip bókina í stóran hramminn og skellti henni á borðið svo kofinn lék á reiðiskjálfi. Þegar hann var búinn að finna síðuna og Harry farinn að fara yfir verkefnin sagði hann “Má bjóða þér sírópsköku?”
“Nei takk, ekki núna, ég kíki kannski við í kaffi einn daginn,” svaraði Harry og pakkaði varkefnunum sem hann var búin með niður.
“Ó, en ykkur stelpur mínar?” sagði hann og sneri sér að hrúgunni á gólfinu.
“Alveg endilega,” sagði Sarah og Harry leit forviða á hana.
“Þær eru á leiðinni, blessuð börnin, kíkja við í kökur,” muldraði hann og flýtti sér að ná í þær. “Gjörið þið svo vel,” sagði hann með stolti í rómnum, “ég bakaði þær í morgunn.”
Holly og Cassandra teygðu sig strax eftir kökum, sem gekk illa því Tryggur var enn að sleikja þær. Holly bragðaði kökuna og reyndi að halda andlitinu. Það var eins go þetta væri lím, tennurnar festust alveg saman, þetta var viðbjóður.
“Hvernig líkar þér þetta svo?” spurði Hagrid ákafur. Holly ætlaði að fara að segja honum skoðun sína á þessum viðbjóði en svo leit hún í augun á Hagrid. Þau lýstu litlu barni sem var að opna jólagjöf. Hún gat ekki sagt sannleikann, hann yrði svo leiður svo hún sagði bara og reyndi að hljóma sannfærandi
“Þær eru mjög góðar, Sarah sagði aldrei að þú værir svona góður kokkur Hagrid.” Hagrid vöknaði um augun
“Blessuð stúlkan, hrífst af matargerð gamla mannsins,” sagði hann og hrinti tryggi frá til að grípa utan um hana. Hún sá það samt á svipum hinna að Hagrid var sá eini sem hafði látið gabbast.
“Hagrid getur þú aðeins hjálpað mér með þetta?” sagði Harry og benti á loka verkefnið. Um leið og Hagrid gekk í burtu kom Tryggur aftur.
“Ég held að það standi smáálfur, eða kannski trjáaálfur,” sagði Hagrid og ríndi í verkefnið.
“Jæja, þetta skiptir hvort sem er ekki miklu máli, öll ritgerðin er hræðileg,” sagði Harry og brosti. “En jæja, ég þarf að fara,” hann gekk að dyrunum og sneri sér svo við og sagði “Má ég vera með í knúsinu?” Stelpurnar sprungu og Hagrid sagði stoltur,
“Tryggur segja bless við Harry, Harry núna fara, Tryggur kyssa Harry.” Og Tryggur lét ekki segja sér það tvisar heldur stökk beint á Harry.
“Tryggur af, ég er á hraðferð, þú óhreinkar skjikkuna,” sagði Harry og reyndi að ýta Tryggi af sér, það var augljóst að Hagrid hafði misskilið brandarann hans. “Hagrid, ég er að fara að kenna eftir tíu mínútur, getur þú tekið hann af mér.”
“Hann er bara að kveðja þig,” sagði Hagrid og horfði ástúðlega á Trygg.
“Já, *mwha* Tryggur minn, en nú þarf ég að fara,” sagði Harry og hljóp út.
“Sjáið þið, ohh hvað Tryggur og Harry eru góðir vinir,” sagði Hagrid stoltur og klóraði Tryggi á bakvið eyrað. Svo sneri hann sér að stelpunum. Og, hvernig var svo fyrsti skóladagurinn?”
“Hann var fínn. Það var rosaskemmtilegt hjá Harry og prófessor Flitwick, en það var ömurlegt hjá prófessor Snape,” sagði Holly og Cassandra tók undir það.
“Svona nú, þetta hefur ekki verið það slæmt,” sagði Hagrid.
“Jú það var hörmung, hann er svo leiðinlegur kennari að þú trúir því ekki,” sagði Cassandra fúl.
“Nei, það hefur eki verið svona slæmt, rífið ykkur upp úr þessari fýlu og fáið ykkur fleiri sírópskökur,” sagði Hagrid og sá greinilega ekki skelfingarsvipinn sem kom á Holly og Cassöndru.
“Nei, veistu, tja, égerekkisvöng,” kom út úr Holly í rikkjum, en þegar hún sá sorgina sem heltist yfri andlit Hagrids bætti hún við, “má ég samt ekki fá nokkrar í nesti?”
Það glaðnaði yfir Hagrid og hann þaut fram og kom aftur með þrjá troðfullapoka af sírópskökum og rétti þeim.
“Hérna einn á mann, ljúffengar sírópskökur til að fá sér eftir matinn.” Hann skælbrosti.
“Takk Hagrid,” sagði Holly og reyndi að bosa á móti.
“Svo, var mikið að læra heima?” spurði Hagrid vandræðilega í leit að nýju umræðuefni.
“Nei, við þurftum bara að skoða bókina um ill öfl og skrifa hálfa pergament rúllu um bezoar,” sagði Holly.
“Þetta tók okkur innan við hálftíma,” bætti Sarah við og blaðraði svo um öll smáatriði í meira en hálftíma.
“Já Sarah, þetta var áhugavert, sérstaklega það sem þú sagðir um…um smákufsa, eða var það trjálýs, eða, humm já….” sgaði Hagrid vandræðalega til að þagga niður í Söruh.
“Smáálfar, ég sagði smáálfar. Ég trúi þessu ekki, varstu ekki að hlusta, ÉG SAGÐI SMÁÁLFAR!” öskraði Sarah reið.
“Já, Sarah við vitum, við vitum þú sagðir smáálfar,” sagði Holly, en Holly hafði aldrei verið góð að ljúga og það sannaði sig núna.
“Ég trúi þessu ekki, voruð þið heldur ekki hlusta?” æpti Sarah var eiginlega hætt að vera reið, var eiginlega byrjuð að vera mjög leið.
“Ég hlustaði, mér fannst mjög merkilegt það sem þú sagðir um smáálfa,” sagði Cassandra með þannig hreim í röddunni að það var augljóst að hún var að ljúga.
“Guð stelpur, voruð þið ekki að hlusta, ég hefði ekki talað hefði ég vitað að þið væruð ekki að hlusta. Er ég svona leiðinleg? Er ykkur búiðað leiðast í rúmlega hálftíma. Er ég svona hræðileg manneskja, voruð þið tvær ekki í sjokki þegar ég lenti í Gryffindor? Hagrid, varst þú ekki rosalega reiður þegar Dumbledore ákvða að veita mér inngöngu? Þið eruð svo ómerkilegar, ég er farinn að biðja McGonagall flytja mig í annan svefnsal,” æpti Sarah og rauk svo af stað að dyrunum. Þá tók Hagrid sem hafði fallist niður í sófa viðbragð og greip í skjikkuna hjá Söruh og kippti henni til sín.
“Slepptu,” hvæsti Sarah.
“Nei, leyfðu okkur að svara spurningunum,” sagði Hagrid og hélt henni fastri.
“Hvað var það fyrsta aftur?” spurði Cassandra Holly.
“Humm, það var “er ég leiðinleg?” var það ekki,” sagði Holly.
“Auðvelt,” sagði Cassandra, “heldur þú að við hefðum farið með þér í bát ef þú værir leiðinleg, heldur þú að við værum samferða þér í tíma ef þú værir leiðinleg? Hefðum við setið með þér í tíma ef þú værir leiðinleg? Hefðum við ekki stoppað þig í því að þreyta okkur með þessu rausi í þér ef okkur findist þú leiðinleg? Sættu þig við það, ÞÚ ERT EKKI LEIÐINLEG,” sagði Cassandra.
“Ömm já, ohh hvað ég er feginn að ég þarf ekki að segja neitt, ég er léleg að tala mikið án þessa að vita almennilega hvað ég á að segja,” sgaði Holly og tvésté.
“Holly, þú ert vonlaus,” sagði Cassandra og ranghvolfdi í sér augunum.
“Takk Cassandra, sko Sarah ég er vonlaus, ekki þú,” sagði Holly og brosti.
“Okey, Sarah slepptu því að hlusta á hana, hún er alveg vonlaus,” sagði Cassandra og hennar til mikillar furðu flissaði Sarah. “Hvað er svona fyndið?” spurði Cassandra aftur og Sarah sprakk úr hlátri. “Guð, þið eruð vonlausar.”
“Hættu að vera svoan mikill fýlupúki og hlæðu með okkur sultan þín,” sagði Holly.
“Já, hlæðu með þeim, nýttu æskuna,” sagði Hagrid og sleppti Söruh en greip í staðinn í Cassöndru og kítlaði hana svo hún fór líka að hlæja. Þá sleppti hannn henni og sagði “Svona á þetta að vera, hlæjandi ungmenni,” hann þurkaði sér um augun, ef bara hann hefði getað verið svona áhyggjulaus á yngri árum, nei hann mátti ekki hugsa um það. Hann þurkaði sér um augun, vonandi höfðu þær ekki fattað neitt. Nei þær hlógu enn. Hann bara gat ekki afborið þá skömm….aftur. Hann leit á þær, hann varð að hætta að hugsa um þetta svo hann sagði bara “Jæja, hvað segið þið um graskersafa?”
Hann reyndi að láta spurninguna hljóma glaðlega, en það tókst ekki. Samt virtust þær ekki hafa tekið eftir neinu.
“Já takk Hagrid, viltu að ég hjálpi þér?” spurði Sarah.
“Nei, þið eruð gestir, þið sitjið,” sagi Hagrid og rauk fram í eldhús.
“Vá, er hann alltaf svona ömmulegur, þú veist, koma með kökur og safa og svoleiðis?” spurði Holly. Cassandra skellti upp úr.
“Ömmulegur..ömmulegur, hahaha.”
“Hann er ekkert ömmulegur, hann er bara svona,” sagði Sarah pínu móðguð.
“Hér koma graskersafarnir,” sagði Hagrid og brosti.
“Takk Hagrid,” sagði Sarah og hinar fóru að dæmi hennar en pössuðu sig á að bíða eftir Sarah fengi sér sopa ef þetta væri jafn misheppnað og sírópskökurnar. Svo var ekki og Holly fannst þetta miklu betra en Sprite og 7up.
“Má ég fá meira?” spurði Holly kurteisislega og reyndi að sleikja ekki út um þegar Hagrid rauk inn í litla eldhúsið sitt.
“Þetta er ógeðslega gott,” sagði Cassandra.
“Auðvitað, hefur þú aldrei smakkað graskerssafa?” spurði Sarah.
“Nei, ég hélt að Hagrid byggi þetta til,” svaraði Cassandra hissa.
“Nei auðvitað ekki,” sagði Sarah og í því kom Hagrid með annan skammt af graskerssafa. “Þú ert úr hreinræktaðri galdrafjölskyldu og veist ekki hvað graskerssafi er.”
“Við bjuggum í Danmörku og þar fæst bara hunangsöl,” sagði Cassandra og roðnaði.
“Okey, nú skil ég. Hefur þú búið í Danmörku alla ævi?” spurði Sarah forvitinn.
“Nei, ég er fædd hér og bjó hér í 1 ár áður en við fluttum, svo fluttum við til baka fyrir hálfu ári,” sagði Cassandra.
“Þú lýgur,” sgaði Sarah.
“Nei, af hverju ætti ég að gera það?” spurði Cassandra.
“Hvernig kanntu ensku svona vel?” spurði Sarah.
“Við töluðum alltaf ensku heima þannig við myndum ekki gleyma henni,” sagði Cassandra.
“Okey,” sagði Sarah.
“Meiri graskerssafa?” spurði Hagrid æsstur og virtist njóta þess að stjana við þær.
“Já takk,” sagði Sarah “ég skil samt ekki af hverju þú gefur okkur á fullu og lætur okkur ekki ná í.”
“Ég…..ég… er farinn að ná í meiri graskerssafa,” sagði hann vandræðalega og rauk af stað.
“Rubeus Hagird bíddu,” æpti Sarah og hljóp á eftir honum. “Hvað ertu að gera?”
“Bara fá mér einn gráan,” sagði Hagrid hressilega.
“Einn gráan? EINN GRÁAN? Það eru örugglega 20 tómar flöskur hérna!” æpti Sarah reiðilega.
“Tja, kannski nokkra gráa,” sagði Hagrid vandræðalega.
“Nokkra gráa?” sagði Sarah reið. Holly hljóp til þeirra.
“Sarah komdu,” sagði hún ákveðin “fyrirgefðu Hagrid, Cassandra HJÁLP!”
“Ég er að koma,” sagði Cassandra og greip í Söruh og í sameiningu drógu þær hana fram.
“Sarah róaðu þig. Þú getur ekki bannað honum þetta,” sagði Holly sefandi. “Hann má þetta. Þetta er í lagi.” Sefandi rödd Hollyar róaði hana niður. Hún átti ekki að stökkva svona upp á nef sér.
Þegar Holly fór að sofa um kvöldið velti hún fyrir sér af hverju Sarah væri stundum svona uppstökk. Við hliðina á henni hraut Sarah hátt. Hún var víst bara svona.

7. kafli Snape

Holly vaknaði við eldsnemma við eitthvað hljóð og sá að allt var á rústi í svefnsalnum. Hún sá að hún var ekki sú eina, Cassandra, Lisa og Gebrielle horfðu líka skelkaðar í kringum sig. Svo sá hún ástæðuna. Sarah var með lítið líkan af töfrakústi og reyndi að láta það fljúga um herbergið en náði ekki sérstaklega vel að stjórna því.
“Hvað ertu að gera?” spurði Holly og leitaði að koffortinu sínu.
“Sýna þér hvernig við lærum flug fröken flugvólía,” sagði Sarah og hló. “Nei, ég er að prófa þetta fluglíkan sultan þín.”
“Og er það svona sem þú prófar?” spurði Holly. “Gerir okkur allar taugaveiklaðar.”
“Nja ég verð að segja að þetta gengur ekkert sérstaklega vel,” sagði Sarah og horfði á koffortið sitt eins og það væri því að kenna.
“Það er þó satt,” sagði Holly fúl og tók að tína smana dótið sitt.
“Kannski dvölin í koffortinu hafi ekki gert því gott, hvað haldið þið?” spurði Sarah og beið ekki efitr svari. “Kannski Harry geti hjálpað mér að laga það næsta föstudag.”
“Af hverju á föstudaginn?” spurði Holly, “getur hann ekki hjálpað þér í dag?”
“Nei, hann er niðri í ráðuneyti, hann er líka skyggnir,” sagði Sarah og greip fluglíkanið og stakk því ofan í koffort.
“Okey, hjálpaðu mér að taka til, það er allt í rusli,” sagði Holly og þær hófust þegar handa og stuttu seinna gáfust Lisa, Cassandra og Gabrielle upp á að reyna að sofna og hjálpuðu þeim.
“Úff,” sagði Holly og strauk af sér ímyndaðan svitann. “Loksins er þetta búið, og þú notar ekki þetta dót hérna inni nema þú kunnir á það.”
“Sorry, þetta er eitthvað bilað,” sagði Sarah fúl.
“Jæja, það skiptir engu, okkur tókst að finna allt,” sagði Lisa og Gabrielle kinkaði kolli.
“Jæja, drífum okkur í mat,” bætti Cassandra við og þær ruku af stað.
Þegar þær komu í matsalinn voru margir að farnir, en þær settust við Gryffindor borðið á móti Longbottom þríburunum.
“Af hverju eruð þið svona seinar?” spurði Luke og horfði hissa á þær.
“Sarah, mesti snillingur tuttugustu aldarinnar þurfti endilega að prófa bilað fluglíkan, og rústa herberginu okkar,” sagði Holly.
“Já, við erum örugglega búnar að vera vakandi í klukkutíma að taka til,” bætti Cassandra fýlulega við.
“Hey, það er ekki eins og ég hafi vitað að það var bilað sko,” sagði Sarah fúl.
“Ég veit, það er bara óþolandi að vakna svona,” sagði Holly.
“Jæja þið getið þó verið ánægðar, þið eruð að minnsta kosti búnar með töfradrykkjaverkefnið,” sagði Andrew reiðilega.
“Ert þú ekki búinn með það?” spurði Holly. “Snape drepur þig.”
“Ég veit það,” svaraði Andrew.
“Hvers vegna vannstu það þá ekki?” spurði Lisa.
“Elskulegir bræður mínir og ég erum svefnpurkur og strax eftir alla tímana í gær fórum við upp að sofa. Svo gleymdu þessi fífl að vekja mig og ég svaf yfir mig. Svo vann ég verkefnið fyrir Harry og þar sem ég er lesblindur náði ég ekki að klára fyrir Snape,” sagði hann og horfði reiðilega á Jim og Luke sem flissuðu lágt við hliðina á honum.
“Grey þú, er ekkert erfitt að vera lesblindur?” spurði Holly hissa.
“Nei ekkert svo, það tekur bara smá tíma að skrifa rétt,” sagði Andrew vandræðalega.
“Þarftu hjálp,” spurði Holly lágt.
“Nei, þetta er allt í lagi,” sagði Andrew feiminn.
“Við getum hjálpað þér að klára verkefnið fyrir tímann í dag, viltu það ekki?” spurði Sarah hissa.
“Jújú, ef þið getið,” svaraði hann og roðnaði.
“Við reynum okkar besta,” sagði Sarah og byrjaði að hjálpa honum.
Stuttu seinna setti Andrew bækurnar ofan í tösku og þau drifu sig í ummyndun.
“Ég næ aldrei að klára þetta,” sagði Andrew reiðilega.
“Víst, þú átt bara einn þumlung eftir,” sagði Holly.
“Samt, við förum núna í ummyndun, svo förum við beint í jurtafræði og svo í töfradrykki,” sagði Andrew.
“Við getum unnið þetta í tíu mínútna gatinu á milli jurtafræðinnar og töfradrykkjanna,” sagði Holly.
“Við þurfum þá að vera ógeðslega snögg, því við erum 3 mínútur upp í kastala,” sagði Sarah.
“Okkur tekst þetta aldrei,” sagði Andrew leiður og Jim og Luke hlógu lágt við hliðina á honum.
“Viljið þið tveir aðeins að loka á ykkur þverrifunni, hún gerir hvort eð er ekkert gagn, við erum að reyna að hugsa,” hrópaði Sarah reiðilega á þá. Spurning kom flatt up á þá svo þeir þögnuðu. “Gott. Jæja, við verðum að hlaupa upp í töfradrykkjastofu strax eftir jurtafræðitímann og vinna þetta fyrir utan.”
“Ókey, takk,” sagði Andrew vandræðalega. Luke og Jim voru aftur búnir að ná sér eftir það sjokk að vera mótmælt og skelltu upp úr.
“Til þess erum við,” sagði Sarah, brosti og gekk innum dyrnar á ummyndunnar kennslustofunni.
“Fáið ykkur sæti, Longbottom, Weasley, Boot, Davies og Grover,” sagði McGonagall röggsamlega.
“Úfff, gott að einhver getur látið sér nægja annað hvort nafnið,” muldraði Holly og bekkurinn skellti upp úr.
“Jæja, fyrst allir eru komnir ætlum við að byrja,” sagði McGonagall og batt snöggann enda á hláturinn. “Jæja, ég bið ykkur um að rétta upp hönd þegar ég les upp nafnið ykkar.” Svo las hún upp. “Jæja, ummyndun er flóknasta greinin sem þið lærið og þið æfið ykkur smátt og smátt. Eins og þið hafið líklega tekið eftir er eldspýta á borðinu fyrir framan ykkur. Þið eigið að ummynda henni í saumnál. Leiðbeiningar eru á töflunni.” Hún sveiflaði sprotanum og leið birtust leiðbeinigarnar á töflunni. Holly las þær og byrjaði að æfa sig. Stuttu seinna æpti Sarah upp yfir sig.
“Ahh, ég gat það, sjáðu McGongall, ég það!”
“Mjög flott, reyndu nú að afummynda þetta, þá gerir þú þetta aftur á bak,” sagði McGonagall og sendi Söruh viðurkennandi bros.
Stuttu seinna tókst Holly þetta líka. Hún tók þó samt ekki alveg jafn alvarlega og Sarah heldur rétti bara upp hendina.
“Hvað var það?” spurði McGonagall.
“Ég er búin,” svaraði Holly og sýndi henni nálina.
“Ágætt, eru einhverjir aðrir nálægt þessu?” spurði McGonagall en fékk bara vonskulegt uml til baka. “Jæja, þá afummyndar þú þetta, þá gerir þú það sem stendur á töflunni aftur á bak.” Svo settist hún aftur.
Í lok tímans höfðu bara Sarah og Holly getað ummyndað eldspýtuna og Sarah hafði meira að segja náð að afummynda hana líka.
“Fyrir næsta tíma eiga allir að vera búnir að ná tökum á þessu,” sagði McGonagall og lagði mikla áherslu á orðið allir.
“Vá, hvernig fóruð þið að þessu?” spurði Cassandra og horfði á Holly og Söruh með aðdáun.
“Við lásum leiðbeiningarnar og fylgdum þeim, annars var þetta bara heppni,” sagði Holly hæversklega .
“Já, þetta var bara heppni,” samþykkti Sarah og í þeim töluðu orðum hlupu þær með Lisu, Gabrielle og Longbottom bræðrunum út í jurtafræðitíma.
Þegar þau voru að nálgast gróðurhúsin kallaði prófessor Spíra hátt og hvellt:
“Við notum gróðurhús eitt í dag, það er þangað, fyrsta gróðurhúsið, þið getið ekki týnt því!”
“Okey takk,” sagði Holly og þau hlupu af stað.
“Úff, kannski við getum unnið eitthvað af verkefninu núna,” sagði Sarah vongóð þegar þau komu í gróðurhúsið, en Andrew var varla búinn að opna töskuna þegar prófessor Spíra gekk inn.
“Jæja, í þessum tíma lærið þið bara aðeins að um nokkrar plöntur sesm við tökum fyrir í vetur.” Svo lét hún þau vinna fimm saman við að annast einhverja skringilega sveppi. “Það er enginn heimavinna fyrir næsta tíma. Þið þurfið bara að mæta,” kallaði hún á eftir þeim eftir tímann.
“Jæja, flýtum okkur,” sagði Sarah við hina og þau hlupu af stað.
Þau voru mætt fyrir utan töfradrykkjadýflissuna eftir fimm mínútur, Peeves hafði tafið þau með því að kippa teppinu undan fótum Hollyar.
Þau voru að taka upp verkefnið þegar Snape kom fram.
“Hvað eruð þið að gera?” sagði hann kuldalega og þreif verkefnið af Andrew. “Ahh,svo þið eruð ekki búinn með heimavinnuna? 10 stig af Gryffindor fyrir að sinna ekki skyldum ykkar.”
“Tíminn er ekkert byrjaður, við áttum að klára þetta fyrir tímann, við getum enn klárað,” sagði Holly reið.
Snape hvessti á hana augun og sagði hörkulega:
“Ég dreg 50 stig af Gryffindor fyrir frekjugang þinn fröken Grover, og ef þú opnar munninn aftur færðu tveggja ára eftirsetu.”
Holly opnaði munninn til að mótmæla, en Sarah kom í veg fyrir það með því að stíga ofan á tærnar á henni. Þegar Snape var farinn inn sagði Sarah lágt
“Það eina skynsamlega sem ég lærði af pabba, Snape hatar Gryffindor, reynið ekki undir neinum kringumstæðum að mótmæla honum því hann dregur af okkur bunkana af stigum.”
“Þú átt að segja svona fyrir tíma, ég er að deyja í tánni,” sagði Holly skapvond.
“Fyrirgefðu,” sagði Sarah og hló.
“Verkefnið,” hvíslaði Andrew, “ég dey.”
“Nei, það er ekki eins og Snape komi með geislasverð eins og í Star Wars og drepi þig,” sagði Holly og bætti við þegar hún sá svipinn á hinum: “Hvað sagði ég vitlaust?”
“Geislasverð? Star Wars? Hvað í fjandanum ertu að tala um?” spurði Sarah undrandi og Holly roðnaði.
“Hafið þið aldrei séð Star Wars?” spurði hún hissa.
“Nei einhverfa sultan þín, annars værum við ekki að spyrja,” sagði Sarah.
“Það er bíómynd,” sagði Holly. “Þið vitið, bíómynd, svona bíó.”
“Við vitum hvað það er,” sagði Lisa og Gabrielle kinkaði ákaft kolli, “en hvernig nennirðu að horfa á Star Wars?”
“Ég hata það, en John horfir endalaust á þetta,” sagði Holly.
“Hver er John?” spurði Andrew.
“Heilalausi, myglaði, vangefni, súrsaði félagskíturinn hann hálfbróðir minn,” svaraði Holly og hin glottu.
“Jæja, eigum við ekki að fara inn?” spurði Sarah og þau féllust á það.
Um leið þau settust inni byrjaði Snape að lesa upp.
“Jæja, nú er tími til að skila heimavinnunni, þið sem gerðuð hana,” sagði Snape þegar hann kláraði. “Ég veit að sumir höfðu ekki fyrir því að vinna hana.” Hann hvessti augun á Andrew sem skalf af hræðslu. “Nú, Accio heimavinna,” sagði hann og allar pergament rúllurnar rúlluðust saman og flugu yfir herbergið til hans. Hann blaðaði í gegnum þær. “Nú, ég sé að þína vantar herra Andrew Longbottom,og þar sem þú ert hér en ekki á sjúkrahússálmunni eða dauður, sem væri ágætt, þá geri ég ráð fyrir að litli heilinn þinn hafi ekki ráðið við það. Þú sverð þig í ættina Longbottom.” Andrew táraðist og Sarah rétti honum vasaklút til að fela það. Samt fór ekki á milli mála hvað hann var að gera og allir í Slytherin hlógu og kölluðu móðganir á við “Litla barnið of lítið fyrir skólann” og “Grenjuskjóða” sem kom Andrew í enn þá meira uppnám. Holly leit á Snape og bjóst við að hann gerði eitthvað í þessu en hann hélt bara áfram að skrifa leiðbeiningar á töfluna. Hún kreppti hnefana svo þeir hvítnuðu. Hvernig gat rúmast svona mikil illska í einum manni? Ó hvað hún hataði Snape. Hann var svo misheppnaður, svo illgjarn, svo… Hún leit á Söruh. Hún var svo hljóðlát, hún breyttist alltaf í kennslustundum, fylgdist með og þagði nema til að svara spurningu kennaranna, en utan kennslustofunar var hún vinsælasta stelpan í árganginum fyrir lætin í sér. Hvernig gat hún verið svona flókin persónuleiki? Hún leit af Söruh og yfir á Cassöndru. Hún var líka frekar stillt núna. Var hún sú eina sem vildi standa upp og lemja krakkana í Slytherin fyrir Andrew. Hún fylgdist með Cassöndru í smá stund. Svo sá hún ástæðuna fyrir þessu. Daniel. Þarna sat hann og gaf henni langt nef og sönglaði um Andrew. Hún gnísti tönnum. Oh hvað hún hataði Slytherin, alla í Slytherin. Daniel, ljóshærðu bolabítsstelpuna sem kallaði allra hæst og alla hina. Djöfuls kvikindi, Andrew var miklu betri en þau, hún skyldi sko sýna þeim. Loksins þaggaði Snape niður í þeim og sagði:
“Þetta er töfradrykkurinn sem við búum til í dag, nú ætla ég að útskýra hann og svo megið þið endilega halda áfram,” hann benti á töfluna og hélt svo áfram. “Hann er flókinn og því ég vil að þið hlustið vel.” Svo hóf hann að útskýra, en fór brátt að bæta inn athugasemdum um Longbottombræðurnar, eins og “þetta er ástæðan fyrir því að ég ætla fá að para ykkur saman því ég er viss um að ef tveir Longbottomar vinna saman sprengja þeir stofuna í loft upp, nei afsakið, bjáninn hann faðir ykkar var ekki nógu klár til þess, hann var meira í því að bræða seiðpotta, það var heimskinginn hún móðir ykkar sem sprengdi stofur í loft upp.” Hann geiflaði varirnar í kaldhæðnislegri grettu. Andrew roðnaði, en Jim og Luke krepptu hnefana. Hún leit á Söruh og Cassöndru og vonaði að hún myndi lenda með annari þeirra. Svo fór ekki. Sarah lenti með illilegri stelpu sem hét eitthvað Avery, Cassandra með Daniel og þau stóðu eins langt frá hvort öðru og hægt var og Holly var með heimsku bolabítstelpunni sem hét Jessica Malfoy. Hún komst brátt að því að þessi stelpa var ekki smá illkvittin og leiðinleg, eins hún hélt í fyrstu, hún var Satan á jörð. Allan tímann notaði hún til sína Holly hvað hún væri misheppnuð að vera ekki með galdrablóð í báðum ættum og Holly stríddi henni á móti með því hvað hún væri ljót og heimsk, hún var verri en John í dái.
“Það á ekki að hleypa kvikindum eins og ykkur í Hogwarts,það á að eyða ykkur af yfirborði galdraheimsins, bæði faðir minn og móðir segja það” sagði stelpan.
“Það á ekki að gefa fólki eins og þér munn, þið hafið ekkert með hann að gera.” svaraði Holly og glotti. Stelpan var mállaus af hneykslun.
“Þú skalt ekki voga þér að opna þinn skítuga kjaft nálægt mér,” sagði hún svo með viðbjóði og sem svar hóstaði Holly á öxlina á henni.
“Ojj.” skrækti stelpan
“Hvað? Langar þig ekki að smitast af blóðníðingsveirunni?”spurði Holly og Sarah sem sat á næsta borði flissaði.
“Þú ert ógeðslegur blóðníðingur,” sagði stelpan með ógeði.
“Þakka yður fyrir fröken Malfoy, þakka yður innilega fyrir.” svaraði Holly með uppgerðar virðingu.
“Þegiðu blóðníðingur,” sagði Jessica.
“Afsakið yðar hátign en ég heiti Holly Cooper eða Grover og ég er því miður hvorki blóðníðingur eða eitthvað þannig………..ég er blönduð, faðir minn var galdramaður en móðir mín er muggi, bara til þess að hafa það rétt, yðar konunglega tign” svaraði Holly með uppgerðarkurteisi og Jessica roðnaði af reiði.
Allt í einu fann Holly fyrir einhverju fyrir aftan sig og sneri sér hratt við og horfði í svört botnlaus augu Snapes.
“Fröken Grover, jafnvel þótt fjölskyldulíf þitt sé óhemju spennandi þá er mér nákvæmlega sama hvaða kvikindi faðir þinn var. Það sem ég bið þig um er að halda þessum tranti þínum saman í tímum. Ég dreg tíu stig af Gryffindor. Jæja, geturðu snúið þér aftur að verkefninu?” sagði Snape hátt en beið ekki eftir svari heldur hélt áfram. “Ég vil að þið myljið allt sem stendur í annarri línu, því ekki nenni ég að þið endið uppi eins og hálfvitinn hann Neville Longbottom.” hann glotti illkvittnitlega.
“Hann er örugglega klárari en þú, niðursoðni ógeðslegi aumingji,” æpti Holly og stóð upp. Allir göptu, og ísköld augu Snapes boruðu sig inní hana. Og það augnaráð stóð lengi.
“Ég dreg 50 stig af Gryffindor fyrir dónaskap þinn fröken Grover, og þú verður í tveggja vikna eftirsetu. Jæja, skilurðu mig?”Holly þagði og settist. “Hélt ekki, haldið áfram að vinna.”
Eftir tímann blótaði Holly Snape.
“Hann er svo mikill asni og leiðinlegur…..ég gæti bara tekið ógeðslega fituga hausinn á honum og………..” Hún sýndi með höndunum hvað hún vildi gera við Snape. Það var ekki fallegt. “Hann er ömurlegur, ábyggilega versti kennarinn í skólanum!”
“Nei, pabbi, mamma og Harry segja öll að spádómafræðikennarinn sé verri,” skaut Sarah inn í.
“Ég fer aldrei í spádómafræði,” sagði Holly og Sarah og Cassandra flissuðu í hljóði.