Sem vilja ekki vita neitt um 7.bókina ættu ekki að lesa þetta…








Bókin mun væntanlega heita Harry Potter and the Forest of Shadows
eða HARRY POTTER OG SKUGGASKÓGURINN

Snape verður ástfanginn.

Eitthvað hrikalegt kemur í ljós varðandi Lily Potter.

Draco og Harry þurfa kannski að snúa bökum saman til að berjast gegn illu afli.

Lupin snýr aftur - Rowling hefur víst sjálf staðfest þetta. Hann fær hér stærra hlutverk en í fimmtu bókinni.

Það verður kannski ekki Harry, Ron eða Hermione sem verður prófessor við Hogwarts. Verður það Neville?

J.K. sagði í viðtali fyrir nokkru að hún væri þegar búin að skrifa síðasta kaflann í síðuastu bókinni.

Hún segir að það geti komið fram ein HP-bók í viðbót eftir að sjöunda bókin kemur út - til að safna fé til góðgerðarmála.

Rowling segir: „Ég er ekki að segja að ég muni ekki skrifa neitt um Hogwartskóla nokkurn tíma aftur. Því ég hef oft hugsað mér að ef ég skrifaði 8. bókina væri það rétt og sanngjarnt að höfundarlaunin af þeirri bók ættu að renna í einu lagi til góðgerðarmála.“

„Þetta gæti verið eins konar alfræðiorðabók um Hogwartheiminn og þá gæti ég losað mig við síðustu smáatriðin sem eru ofan í skúffu hjá mér, en ekki skrifað heila skáldsögu.”

Í þætti sem sýndur var 28. des. 2001 á BBC1 leyfði hún myndavélunum að skoða síðasta kaflann og segir: „Þetta er endahnúturinn, þetta er lokakaflinn og ég segi eiginlega hvað verður um alla eftir að þeir ljúka námi í skólanum, þá sem lifa af, því fleiri munu deyja.“

Hún gefur meira að segja í skyn að ein af aðalpersónunum muni falla frá í þremur næstu bókum.

Það verður ástarsaga sem heldur áfram úr Harry Potter og eldbikarnum þar sem Harry á stefnumót við félaga úr Quidditch-liðinu, og hann fær meiri áhuga á Hermione.

Rowling segir að það verði meira um stráka-og-stelpumál í fimmtu bókinni. „Þau eru 15 ára núna og hormónarnir streyma um æðarnar. Og Harry spyr spurninga sem fá lesandann til að hugsa: „Af hverju spurði hann aldrei áður að þessu?“

J.K. Rowling hefur sagt að síðasta orðið í síðustu bókinni geti verið „örið” en þetta getur breyst við skriftirnar.