7.kafli. Yfirlið og bækurnar þrjár

,,Tasy, Tasy vaknaðu.” Ég heyrði í Ron fyrir ofan mér. Ég opnaði augun. Ég lá á gólfinu. Ég var ennþá inní herberginu mínu.
,,Hvað kom fyrir?” Spurði ég ringluð. Allt snerist í herberginu og ég sá tvöfalt.
,,Það leið yfir þig” svaraði Lucas ,,Var of heitt hérna inni eða?”
,,Ég veit það ekki, það varð undalega hljótt. Þið sögðuð ekki neitt og ég var að hugsa svo mikið, svo sá ég bara svart.”
,,Þetta hlýtur að vera í lagi núna” sagði Ron ,,Er það ekki annars?” En ég gat ekki svarað. Ég heyrði í honum en ég gat ekki svarað. Það kallaði eitthvað á mig. Ég sá eitthvað, einhverja óskýra mynd. En vissi ekki hvað það var.
,,Tasy, svaraðu?” Sagði Ron aftur og hristi mig. Ég rankaði við mig.
,,Þetta er allt í lagi, ég bjarga mér.” Sagði ég. Ron horfði tortrygginn á mig núna en ég hrofði á móti og hann kinkaði kolli og fór út.
Það snerist ekkert lengur og ekkert var tvöfalt.
,,Hvar er Anya?” Spurði ég eftir að hafa áttað mig á því að hún var horfin.
,,Hún fór að sækja vatnsglas handa þér.” Svaraði Lucas ,,Hún varð svo hrædd um þig að það var næstum liðið yfir hana.” Hann brosti og horfði út í loftið. Ég varð hinsvegar undrandi. Afhverju varð Anya svona hrædd?
,,Er ég nógu fljót?” Heyrðist skelkuð rödd segja og Anya kom inn ,,Guði sé lof þú ert vöknuð Tasy, hérna fáðu þér vatn.” Ég fékk mér sopa og lagði glasið frá mér.
,,Hvað gerðist eiginlega?” Spurði Anya mig. Ég sagði henni frá því.
,,Ég hef aldrei hugsað svona mikið, ekki einu sinni í töfradrykkjafræðiprófi.” Sagði Lucas þegar ég hafði lokið mál mínu.
,,Nei, þú bara getur þá ekki látið drykki komið þér að góðum notum.” Sagði Anya ,,Annars er mér alveg sama en ég reyni þó að fylgjast með.”

Dagurinn leið frekar hægt en þó var komið kvöld mjög fljótlega. Ég, Lucas og Anya fengum okkur kvöldverð niðri og fórum sov aftur upp í herbergi og þau sögðu mér frá ýmislegu sem gæti komið mér að góðum notum. Til dæmis sögðu þau mér frá nafni hvers og eins kennara og hvað þeir kenndu.
Kennari töfrabragða var Flitwick prófessur sem hafði líka kennt á skólaárum Rons. Í Umönnun galdraskepna var skógarvörður að nafni Hagrid sem líka hafði verið á skólaárum Rons. Í spádómafræði var klikkuð kona sem hét Trelawney og hafði einnig kennt Ron. Í töfradrykkjum kenndi Merius Snape sem var víst bróðir Sevrusar Snape sem ég hafði náttúrulega ekki hugmynd um hver var. Lucas sagði mér þá að Snape hafði kennt Ron í skóla og hafði verið alveg hræðilega leiðinlegur. Svo voru það Varnir gegn myrkuöflunum. Anya og Lucas sögðu að flestir kennarar hefðu ekki endast í meira en ár og að það fylgdi bölvun þessu starfi, eða svo var sagt. Þau sögðust ekki vita hver kennarinn að þessu sinni var svo ég pældi ekki meira í því í bili. Svo síðast en ekki síst var það ummyndun og þar kenndi engin önnur en mamma Lucasar og hét hún Hermione Granger.
Lucas og Anya töluðu svo mikið um galdra og fleira í kringum Hogwarts skóla að ég varð alveg ringluð. Eftir nokkrar beiðnir fóru þau að hægja á sér og voru ekki að tala hvort í kapp við annað.

Þegar klukkan var orðin tíu fóru þau bæði. Anya gisti í herbergi rétt hjá mér en Lucas var að fara eitthvert með pabba sínum.
Þegar þau voru bæði farin lokaði ég dyrunum og fór til Tache.
,,Ég vona að þú fáir að koma með mér.” Sagði ég við hann. Hann leit á mig saklausu augu sínum.
,,Fyrirgefðu að ég gaf þér litla athygli hérna, þegar þú ert á þessum nýja stað.” Sagði ég blíðlega. Ég fór að klæða mig í náttfötin mín. Svo skreið í upp í rúm.
,,Komdu.” Tache kom uppí til mín. Hann kúrði sér rétt við hlið mér og ég strauk honum yfir mjúka feldinn.


Nú var bara einn dagur eftir. Ég vaknaði hress klukkan átta og byrjaði að klæða mig. Ég vissi varla hvað ég var að fara að gera. Ég fór niður og fékk mér morgunmat. Ég ákvað að þar sem ég hafði tekið svolítið mikið af peningi út að fara að kaupa mér eitthvað skemmtilegt í Skástræti.
Ég fór því að múrsteinsveggnum en mundi svo eftir því að ég hafði ekki tekið eftir því hvaða músteina Lucas hafði slegið á.
,,Svona nú Tasy reyndu að muna þetta.” Sagði ég við sjálfa mig. En hvernig sem ég hugsaði gat ég ekki fundið út hvaða múrsteina Lucas hafði slegið á.
Ég fór því aftur upp í herbergið mitt súr á svip og reið sjálfri mér fyrir að fylgjast ekki betra með.
Þegar ég kom upp í herbergið fór ég í átt að glugganum og horfði yfir það sem blasti við mér. Það var nú ekki mikið, bara fólk á götunum og eitthvað álíka. Ekkert merkilegt, en á meðna ég var að skoða út um gluggan skoðaði ég líka herbergið og rakst ég þá á miða. Ég leit á hann.

Ég náði ekki að segja þér það en skrifaði það á miða í flýti.
Þrír upp og tveir þversum
Lucas
,,Þú ert snillingur.” Sagði ég upphátt. Auðvitað var ég að tala við Lucas. Ég dreif mig niður og að músteinveggnum.
,,Þrír upp og tveir þversum.” Las ég og mundi svona nokkurn veginn hvar. Steinveggurinn opnaðist. Ég gekk niður stíginn og í átt að bókabúðinni. Ég leit í gluggarúðuna.

Frægir Galdrakarlar og nornir
Allt sem þú þarft að vita!

Ég gekk inn. Þarna var borð aðeins fyrir þessa bók. Ég tók eina og las aftan á.

Í þessari bók er að finna allra frægustu galdramenn og nornir bæði aldraða sem unga, afdrifin þeirra, svik, fjölskyldumál og fleira. Bara allt það nauðsynlegasta.
Dæmi má nefna Merlin, Dumbledore, Cornilius Fudge og Harry Potter.

,,Best að taka eitt eintak, hún gæti verið eitthvað nitsamleg.” Sagði ég við sjálfa mig. Ég skoðaði mig meira um. Þarna voru allskyns bækur. Ég ákvað að taka tvær þeirra sem báru nöfnin:

Á hinum myrku tímum
Goðsagnaverur

Nú hafði ég örugglega nóg að lesa í dag þar sem að þetta voru bæði þykkar bækur. Ég borgaði allar þrjár bækurnar og dreyf mig svo aftur upp í herbergið mitt.
Tache beið mín þar og dinglaði skottinu vinsamlega þegar ég kom. Ég klappaði honum. Hann ýlfraði látt og horfði á mig sínum sakleysis augum.
Ég velti því fyrir mér hvað væri að en fattaði það svo síðar. Hann hafði ekki fengið neinn mat og ég hafði engan mat með mér.
,,Bíddu hér.” Sagði ég við hann. Ég fór niður og spurði barþjóninn hvort ég gæti fengið kjötstykki handa hundinum mínum. Hann svaraði því játandi. Ég tók við því sem hann gaf mér og fór upp í herbergi.
,,Gjörðu svo vel.” Sagði ég og gaf Tache kjöt.
,,Hvaða bók ætti ég að byrja á?” Spurði ég sjálfa mig. Ég ákvað að byrja bara á Á hinum myrku tímum. Þetta var ágæt bók. Utan fyrir því hvað hún var hræðileg og sorgleg. Þó ég væri rétt byrjuð sá ég alveg hvernig þessi bók væri þar sem hún byrjaði svona:

Kæri lesandi. Þú er eflaust að hugsa núna um hvað þessi bók er. Þessi bók segir frá hinu hræðilegu tímum þegar myrku öflin voru sem hæst uppi og Sá-sem-ekki-má-nefna var sem máttugastur. Þessi bók er frá árunum 1977-2000 og segir meðal annars frá afrekum Harrys Potter gegn myrku öflunum…….

,,Harry Potter.” Sagði ég upphátt. Hvar hafði ég heyrt það áður? Ég tók upp Frægir Galdrakarlar og nornir og skoðaði aftan á hana.

Dæmi má nefna Merlin, Dumbledore, Cornilius Fudge og Harry Potter.

,,Svo þú ert frægur Harry Potter.” Sagði ég og horfði á nafnið.



Já. Mér er svosem sama hvað þið skrifið. Vona samt að ykkur líki þetta.