Ekki misskilja titilinn, ég er ekki hérna til að banna einhver sambönd í spununum, eins og Dumbledore og McGonagall eða Snape og Trelawney. (Þótt að ég hef ekkert á móti því að banna það síðarnefnda…)

Hinsvegar, þá hefur Rowling sagt að ýmis sambönd á milli vissra persóna verði ekki í 6. eða 7.bókinni. (Ég ætla ekki að segja hver, og ég vona að þið sem svarið gerið það ekki heldur…) og datt bara í hug að láta suma vita sem ætla að gera eða eru gera spuna: það þarf ekkert að fylgja því. Segjum svo að hún hafi sagt að það verði ekkert á milli töfradrykkjameistarans og spádómsfræðingsins okkar, þá þarf það ekkert endilega að vera þannig í spununum.
Notið ímyndunaraflið þegar þið semjið, það þarf ekkert að fara eftir einhverju sem er ekki einu sinni komið út!