Ég var að klára the Order of the Phoenix og í endann var ég ekki alveg sátt við nokkur atriði, ef þið eruð sammála eða ósammála eða vitið eitthvað meira en ég endilega látið heyra í ykkur, ekkert kjaftæði samt.

*Lét JK Ron og Hermione verða prefects(veit ekkert hvað það er á ísl.) bara til að Harry liði enn verr heldur en áður?
*Ætlar Percy ekkert að sættast við fjölskylduna? Finnst svolítið skrítið að hún hafi geymt það því venjulega bindur JK enda á allt í lok bókar.
*Hvað var það nákvæmlega sem kom fyrir Sirius? Hvar lenti hann eftir að hann fór í gegnum the archway (veit ekki hvernig það er þýtt í bókinni)?
*Var allt sem Umbridge gerði afturkallað eða stendur Quiddich bannið á Harry og tvíburunum alla ævi?
*Hvað voru heilarnir að gera þarna í ráðuneytinu??
*Af hverju í veröldinni máttu Slytherin syngja lagið um Ron í Quiddich?? Ég skil ekki af hverju kennararnir bönnuðu það ekki, mjög óíþróttalegt.
*Af hverju benti Sirius Harry ekki á spegilinn þegar þeir töluðu saman í gegnum eldinn??, þá hefði Sirius ekki dáið.

Arg, ég man ekki neitt meira í augnablikinu, mundi það 5 mínútum áður en ég byrjaði að skrifa.
-Það er snákur í stígvélinu mínu