Eins og svo mörgum öðrum finnst mér þriðja Harry Potter myndin sú besta af þrennunni. Aðalstyrkur hennar miðað við fyrirrennara sína að mínu mati er hvernig hún fangar yfirbragð bókarinnar þ.e. frekar myrkt og þunglynt (sem hinar tvær hreinlega komast ekki nálægt að túlka).

Ég fann líka strax og myndin komst á skrið að Daniel Radcliffe hafði bætt sig heilan helling í hlutverki sínu sem sýndi sig kannski best í því hvað leikur hans truflaði mig lítið og að ég gat notið myndarinnar - ólíkt því sem áður var.

Nú þegar ég er búinn að koma þessu frá mér birtist nú spurningin sem er ástæða þessara skrifa minna:

Hvaða leikarar finnst ykkur best eiga við hlutverkin sín?

Mér finnst Emma Watson (Hermione), Maggie Smith (McGonagall) og Alan Rickman (Snape) bera af, en ykkur?<br><br><b>Jeremy spoke in class today</
Jeremy spoke in class today