Er JKR Andrésar fan? Ég hef lengi spurt mig að þessu og vil fá ykkar álit á þessari hugmynd minni. Ég velti þessu upp því Ron er augljóslega líkur Andrési því báðir eru fátækir og nokkuð óheppnir og Neville er augljóslega seinheppinn eins og Guffi og báðir stíga ekki altaf í vitið, en einnig mætti líka líkja saman Neville og Fiðra frænda sem væri jafvel enn betri samlíking því þeir eru eiginlega alveg eins. (JKR ætti að hugsa um að láta Fiðra koma í næstu mynd fyrir Neville, gá hvort einhver sæi nokkurn mun). Guffi Fiðri og Neville eru alveg eins: Heimskir, óheppnir og traustir eiginlega hinir fullkomnu hundar. Cho er nokkuð lík Andrésínu því báðar eru eltar af tveimur karlmönnum sem báðir eru villtir í hana (vá hvað það minnir einnig á “One tree hill” þættina), þó að hún sé dálítið normal og skeri sig ekki mikið úr frá hinum mikla “venjulega meðaljóni” þá býr yfir henni áhveðinn sjarmi. Dumbledore er Jóakim, þó að þeir sem persónur séu ekki mjög líkir eru þeir bestir á sínu sviði Jóakim er peningakall en Dumbledore er galdrakall (er þetta ekki pínu skrítin líking hjá mér?) Mig langar að fá ykkar svar á þessu en mér finst eins og að hún taki svona persónur úr Andrési sem dæmi.
Það er spennandi að heyra álitin á þesari grein (ef hún verður samþykkt)