Ég hef verið að vellta þessu í smá stund fyrir mér… þegar Voldermort fékk líkama sinn aftur þá vildi hann bara fá blóðið úr Harry til þess. Nú er ég bara að pæla, gæti verið að hann hafi viljað það til þess að komast framm hjá vörninni sem Harry er í hjá frænku sinni… ég meina núna er hann (sennilega) með sama blóðið, ætti þá ekki Voldermort að geta bara labbað inn í húsið nánast eins og ekkert sé? Það eru reindar aðrar varnir á húsinu en sammt.

Ef við gefum okkur að þetta sé raunin, gæti þá verið að núna vegna þess að Voldermort sé með blóðið frá Harry, geti Harry drepið Voldermort og öfugt. Þetta gæti útskýrt brosið sem kom í 4 bókinni hjá Dumbledore.

Þið veltið því þá kanski fyrir ykkur hvers vegna hann réðst þá ekki á Harry í 5 bókinni, en ég held að hann hafi verið hræddur við að reina að drepa Harry aftur. Hann vildi frekar sjá hvað spádómurinn geymdi.

En ef Voldermort kemst í geggn um varnirnar, þá verðum við að gefa okkur það að drápararnir geri það ekki… nema að Vodlermort geti kanski eitt galdrinum þar sem hann væri þá hluti af honum… úff nú er komið nóg af pælingum.



hmm jæja hvað finnst ykkur…