Þegar ég vcar að lesa bók númer 3, Harry Potter og fanginn frá Azkaban þá tók ég eftir villu í bókinni, sem er annað hvort villa að hálfu Rowling eða þýðandans ég tek fram að ég las þessa bók á íslensku.

Þetta er á bls 100 frekar neðalega á blaðsíðunni, íslenska bókin.

“Í hverju quidditchliði voru SJÖ leikmenn: þrír sóknarmenn; þeirra hlutverk var að skora mörk með því að koma tromlunni( rauðum hnetti á stærð við fótbolta) í gegnum einn af sautján metra háu hringjum við sinn hvorn enda vallarinns; gæslumaður sem gætti markhringjanna og leitarinn sem sinnti því vandsama hlutverki að handsama gullnu eldinguna; lítinn, vængjaðan bolta á stærð við valhnetu. En leiknum lauk þegar leitarinn klófesti hana og lið leitarans vann sér in 150 stig aukalega. Oliver Wood…………”


Þarna vanta að lýsa hvað varnarmennirnir gera og tel ég þetta vera villu í bókini en það þarf samt ekki að vera;)


Einnig á bls 101 þá er Oliver Wood að halda ræðu fyrir Griffindor liðið og segir að liðið sé með tvo ósigrandi ROTARA, eru þeir ekki kallaðir varnarmenn eða er það vitleysa í mér??