Jæja nú vantar mig enn og aftur hjálp.

Ég er að skrifa þennan blessaða spuna minn og er í stökustu vandræðum með allar þessar íslensku þýðingar á hlutunum. Ég hef nefninlega einungis aðgang að bókunum á ensku og hef ekki lesið nema þrjár fyrstu á íslensku og það var fyrir tæpum fjórum árum síðan.

Núna vantar mig að vita einkunnagjöfina fyrir uglurnar, eða O.W.L. prófin. á ensku er það:

O = Outstanding
E = Exceeds Expectations
A = Acceptable
þessar einkunir jafngilda einni uglu hver.
P = Poor
D = Dreadful
T = Troll
þessar eru falleinkunnir.

Er þetta ekki örugglega rétt hjá mér? Ef einhver veit hvernig þessi einkunnagjöf var þýdd væri það vel þegið að fá upplýsingar um það.

Annað, mig vantar líka quidditch stöðurnar á íslensku.

Ef einhver er til í að hjálpa mér væri ég innilega þakklát.

Kær kveðja
Tzipporah