Núna nýlega las ég Lord of the Rings bækurnar og hef líka lesið allar Harry Potter bækurnar oftar en einu sinni. Þá fór ég að pæla í einu. Er hugmyndin að Voldemort ekki svolítið lík hugmyndinni að Sauroni í LOTR?

Ég meina, Voldemort var næstum því drepinn en þó ekki alveg og í fyrstu HP bókunum gat Voldemort ekki líkamnað sig en andi hans lifði áfram. Er það ekki nánast nákvæmlega það sama og er upp á teningnum í LOTR. Þar var Sauron næstum drepinn og getur ekki líkamnað sig út af því að hann vantar hringinn, en andi hans lifir áfram.

Út frá þessu hallast ég að því að Rowling hafi fengið hugmyndina að Voldemort frá Tolkien. Þið megi samt ekki misskilja mig og halda að ég sé að segja að Harry Potter bækurnar séu einhver stæling á Lord of the rings, því það er engan veginn það sem ég er að segja. Rowling hefur tekist að búa til alveg nýann heim sem á ekkert skilt við heim Tolkins. Þó að ég hafi persónulega meira gaman að LOTR þá finnst mér HP algjörar snilldar bækur og get lesið þær aftur og aftur.

kv.
Freako