Ég ættla að koma með smá hugmyndir um hvernig ég held að rowling muni setja upp næstu bók…

Ég tel að hún eigi eftir að breita Harry þ.e.a.s hvernig hann hagar sér. Ég meina, þið munið hvernig 5 bókinn endar. Ég hugsa að persona hans eigi eftir að vera svipuð og í 3 bókinni, að frátöldu einu atriði… ég held að hann egi eftir að vera í fýlu út í galdraheiminn, út af því hvernig fólk er alltaf að breita áliti sínu á honum.

Ég held að Harry eigi ekki eftir að láta stjórna sér endalaust(gera allt sem dumbledore segir…eða reglan). Ég tel að það sé líklegt að hann egi eftir að breita DA í sitt upprunalegt nafn og nota það í baráttunni geggn voldermort ekki geggn ráðuneitinu og bara til að geta varið sig eins og í 5 bókinni.
Lupin á svo sennilega eftir að koma sterkur inn eins og 3 bókinni.

Já svo held ég að Dudley eigi eftir að kenna honum að boxa. :)