Ég get nú varla orða bundist.
Eftir fjarveru mína hér um daginn sökum anna og heimilisaðstæðna var mörgum orðið fremur heitt í hamsi yfir skorti á nýjum spurningum í Triviunni. Margir spurðu mig kurteislega en aðrir ekki svo kurteislega hvenær væri eiginlega von á endurnýjun. Nú hef ég endurnýjað spurningarnar fyrir viku síðan og ætti því að fara að endurnýja aftur fljótlega en ekki nema örfáir af þeim fjölmörgu sem voru að kvarta hafa svarað. Hvernig stendur á því? Nú hafa ekki nema 6 af 25 stigahæstu triviurunum sent inn sín svör.

Af hverju að kvarta svona mikið ef þið hafið ekki áhuga?

Tzipporah