Rowling lætur í það skína að 8 bókin kunni að verða skrifuð (3/4/2004 )


“Ja, afhverju ætti ég að hætta þegar þetta er svona skemmtilegt?” J.K. Rowling situr nú við skriftir á sjöttu bókinni í flokknum um Harry Potter og veltir um leið vöngum yfir því hvort hún ætti að láta sjö bækur nægja.


London - Í spjalli við aðdáanda á netinu í dag gaf Rowling það í skyn að kannski mundi hún halda áfram að skrifa um Harry Potter eftir að hann nær fullorðinsárum. “Ég efast stórlega um að ég skrifi fleiri en þessar sjö bækur sem ég hef í bígerð. En best að lofa engu um að þær verði örugglega ekki fleiri. Maður veit aldrei hvað kann að gerast.”




Hún sagði líka að henni gengi vel með skrifin á sjöttu bókinni. Í bókinni tækju ástarmálin meira rými en hingað til. En um leið lofaði hún því að Harry Potter ætti eftir að standa frammi fyrir prófraun sem væri bæði skelfilegri en annað sem hann hefði hingað til reynt og líka afdrifaríkari. Rowling sagði að helst vildi hún alveg breyta til þegar hún hefði lokið við sjöundu bókina. Nýr ferill á rithöfundarbrautinni væri draumurinn. Meira en 16.000 Harry-Potter-aðdáendur tóku þátt í spjallinu sem tók eina klukkustund.



Sá þessa frétt á <a href=http://www.bjartur.is>Bjartur.is</a> og ákvað að senda hana inn…