Jæja, það er búið að vera að tala um að stofna einhvern Harry Potter klúbb þar sem við getum rætt saman um hvað við viljum gera, hvort sem það er að gagnrýna myndirnar eða bækurnar og spáð í því hvernig næsta bók verður og rætt um allt þar á milli. Hvernig væri að við mundum bara hittast í kringlunni við stjörnutorg, þar sem ævintýraland er og bara sett fyrsta fundinn. Það er kjörinn staður. Við fyrsta fund er ekki sniðugt að fara heim til einhvers því að maður veit aldrei hvað er bak við tölvuskjáinn. Stjörnu torg er líka alltaf fullt af fólki og allt þar.

Það þýðir ekkert að einhverjir fara á stjörnutorg og setjist á einhvern stað. Við verðum að þekkja hvert annað. Best væri ef allir sem mundu hafa áhuga á því að mæta vera í bol eða peysu með einhvernveginn potter-mynd.

Hvernig væri að hafa fyrsta fund á sunnudaginn, á stjörnutorgi klukkan svona 15. Hann mundi ekkert vera langur svo maður gæti svo sem farið að versla inn á meðan eða farið í bíó.

Hvernig líst ykkur á þetta?
Ég veit að þetta er ekki mín hugmynd frá upphafi en einhver verður að byrja.

Fantasia