Ég er búin að vera að reikna út aldur ýmissa persóna í bókunum og ég rakst á svolítið furðulegt um Angelinu Jhonson:

Í 4. bókinni er dregið úr Eldbikarnum á hrekkjavöku, 31. okt. 1994. Aldurstakmark í Þrígaldraleikana er 17 ára og eldri. Angelina sagði við Harry að hún hafi átt 17 ára afmæli „í síðustu viku“(bls. 230 á ensku, 196 á íslensku). Þar sem hún er nýorðin 17 ára þá hlýtur hún að vera á síðasta árinu sínu í Hogwarts og útskrifast þaðan vorið 1995.

En í 5. bókinni er Angelina hinsvegar orðin formaður Quidditchliðs Gryffindor(bls. 202 á ensku, 195 á íslensku).
Og Ginny segir við Harry að hún ætli að sækja um sem varnarmaður af því að Angelina og Alicia séu að hætta „á næsta ári“(bls. 508 á ensku, 495 á íslensku).

En ef hún er sautján ára í fjórðu bókinni, þá er hún að verða 18 ára í fimmtu bókinni og „á næsta ári“ myndi hún þá verða 20 ára, (þar sem Ginny sagði Harry frá framtíðaráformum sínum eftir áramót).

Þetta gengur ekki upp. Er þeta bara bull í mér eða hafa aðrir tekið eftir þessu?<br><br>Við erum allir vistmenn á Kleppi. Verið svo vinsamlegir að hringja á lögregluna strax! - Viktor, Englar Alheimsins

Ég hugsa ekki neitt. Ekki frekar en korktappi sem hoppar og skoppar úti á miðjum Faxaflóa. - Úr “Þrek og tár”.

<a href="http://kasmir.hugi.is/snitch">Gíraffarnir</a> mínir.

Sorgin breiðist út eins og faraldur, Haraldur! - Klængur Sniðugi