Rafmagnið datt hérna út hjá mér áðan og var rafmagnslaust í heilan hálftíma. Maður gerir sér ekki grein fyrir því hversu háð við erum rafmagni. Þá er ekki hægt að elda mat - nema kannski á prímus eða á gasi sem fáir eru nú með. Ekki hægt að horfa á video og ekki hægt að vera í tölvunni - nema kannski fartölvum með batteríum.

En ástæða mín fyrir þessum skrfium er sú að mér finnst það skrítið að galdramenn í Harry Potter séu ekki búnir að tileinka sér rafmagn! Eins og í myndinum þá er alltaf hálfdrungalegt og mér finnst líka bara gamaldags að leita af öllum upplýsingum í eldgömlum bókum. Ættu bara að fá sér tölvu og setja upplýsingarnar úr bókunum í tölvu og þá myndu þau ekki þurfa að burðast með nauðþungar skólabækur um allan skóla en kannski er það bara borgarbarnið ég sem finnst þetta.

Ég skil mæta vel að galdramenn líta niður á uppfinningar “Muggana” en þeir gætu samt alveg “stolið” einni og einni hugmynd. Og hver fann upp vatnsklóset? Galdramenn eða muggar? Ég hallast frekar á að muggar hafi fundið upp vantsklósetið. En hvað segið þið?

Kannski skil ég ekki galdramenn en ég væri ekki til í að segja bless við rafmagn og annan lúxus sem við “muggarnir” höfum okkur til halds og traust.

Pælið í þessu!