Jæja, af þeim bókum sem komnar eru út, hver af þeim finnst ykkur standa uppúr?
Þar sem mjög erfitt er að finna bókina sem stendur uppúr þá
finnst mér ég þurfa að taka tillit til, þegar maður er að reyna að dæma þær:

*lengdin*,ef það gerist ekki mikið spennandi í ALLTOF langan tima og fl.
*spennan*, það verður að vera ágætis spenna í þessu sem gerir mann forvitnari og svoleiðis,hvötin að halda áfram sé mikil svona mestan tímann,;)
*söguþráðurinn*, hvað sé að gerast í bókinni og svoleiðis, (Rowling hefur samt aldrei átt erfitt með að finna góðan söguþráð, fyrir utan kannski HP5 sem stóð ekki alveg undir mínum væntingum, svona hæg atburðarrás og fl.

Og svo er það náttúrulega fleira,..
Hér eru 3 bækur sem ég á erfitt með að gera upp á milli.

Harry Potter & Leyniklefinn.
Ég verð að segja að mér hefur HP og Leyniklefinn alltaf verið *Rooosalega spennandi og góð bók, smá “horror” í henni og það líkar mér.
*Lengdin er fín, væri ekki slæmt ef hún væri aaaðeins lengri en jæja,
*söguþráðurinn er fínn, krakkarnir að reyna að komast að því hvað sé að gerast í skólanum og svoleiðis.
HP2 stendur smá uppúr.

Harry Potter & Fanginn frá Azkaban.
Fanginn frá Azkaban var hrikalega góð þar sem Sirius kom inní og ég fílaði hann alveg frá byrjun. Án vafa uppáhalds persónan mín frá upphafi bókanna :D
*lengdin var fín, ekki of löng, 300 og eitthvað bls. ef ég man rétt :/
*Spennan er fín, maður heldur að Sirius sé á eftir Harry en veit samt að það er eitthvað á baki við það og getur ekki beðið eftir að komast að fleiru, heldur manni frá upphafi til enda þar sem umræðan um Sirius byrjar strax á Runnaflöt.
*Söguþráðurinn er já, heh, mikið eins og ég sagði í *spennu, en hann er góður söguþráður, þar sem mikið kemur í ljós og Harry eignast góðan vin, eiginlega í föðurstað.

Harry Potter & Eldbikarinn.
Ég man ekki mikið af henni, þar sem ég hef bara lesið hana 2.
Hún var samt mjög góð að mínu mati, þrátt fyrir dauða Cedrics og svoleiðis.
*lengdin var mjög góð og heldur manni á tánum. Fínt.
*Spennan er góð, nær Harry að ljúka þrautinni og svoleiðis.
*Söguþráðurinn er hörku góður & hvernig allt skýrist í lokin er rosalega flott, það blandast smá dauði inn í þetta og Harry er algjör hetja. Gott.

Jæja, mér finnst leiðilegt að HP & Fönixreglan sé ekki á þessum topp 3 lista mínum en ég ætla samt aðeins að skrifa um mitt mat á henni.

Harry Potter & Fönixreglan.
Ég var með miklar væntingar um þessa bók og að sumu leyti stóð hún undir þeim en þó ekki. Mér fannst dauði Siriusar hrikalegur eins og ég hef áður skrifað en jæja.
*lengdin er fín miðað við atburðarrás sem er mjööög hæg. Annars er hún í lengsta lagi að mínu mati.
*Spennan er allt í lagi, maður veit að það er eitthvað handan við hornið og maður vill ekki hætta, allt þetta með Hagrid o´g hvað standi á bak við það er grunsamlegt og spennandi og svo má ekki gleyma DRAUMNUM! ágætis spenna en Rowling hefur gert betur.
*Söguþráðurinn er mjög hægur en svona.. lala en hún getur gert miklu betur… það skýrist mikið í endanum en þetta varð allt að koma fram einhverntimann svo HP5 er ekki bara “rusl” miðað við hinar sko. Það skýrist mjög mikið, sérstaklega fyrir hinar 2 bækurnar sem eiga eftir að koma.

Jæja, þetta er dálítið langt hjá mér en endilega segið hvaða bók/bækur af HP ykkur finnst skara fram úr. Takk fyrir mig..:)

P.S Það eru fullt af stafsetningarvillum og svoleiðis hér.
Og ef þið vilduð vera svo væn að koma ekki með nein skítköst um minn dóm um þessar 4 bækur sem ég tala um og bara segja ykkar skoðun á bókunum:D