Hvernig er það er trivian of erfið núna? Ég er ekki búin að fá nema 7 svör og þar af er 1 alveg nýr þáttakandi og 1 sem er að taka þátt í annað sinn. Hvar eru allar trúföstu hetjurnar mínar sem eru yfirleitt stigahæstar? Er fólk eitthvað að gugna? Yfirleitt er ég komin með ca 15 svör á þessum tíma.

En þið hafið svosem ennþá tækifæri, 3 dagar til stefnu.
Reyndar er ég á þeirri skoðun að þetta hafi kannski verið full erfitt í þetta skiptið þar sem enginn hefur verið með allt rétt…..ennþá ;)

Sýnið nú hvað í ykkur býr!

Kveðja
Tzipporah