Hér gætu komið nokkrir spoilerar úr 5 bókinni. (Ég veit ekki hvort það er ennþá bannað að senda inn spoilera, svo segi þetta til öryggis!

Núna eru á mörgum HP-tengdum síðum heitar umræður um hver mun enda með hverjum. Helst er þar deilt um hvort Harry og Hermione munu lenda saman, og hvað verði þá um Ron, eða Ron og Hermione muni enda saman og hverja Harry fái þá.

Nú spyr ég, hverjir haldið þið að eigi eftir að enda saman í þessum seríum og af hverju?

Styður einhver hluti eins og Draco/Ginny eða Draco/Hermione?

Einnig, hvernig álítið þið ástarmál kennaranna vera? Er Dumbledore giftur?
Hvað með McGonagall?
Gæti misheppnað ástarlíf verið ástæðan fyrir biturð Snapes? Elskaði hann kannski Lily?

Hvernig líti þið á jólagjafirnar innan vinahópsins? Af hverju haldiði að Ron hafi gefið Hermione ilmvatn? Og var hún ekki hrifin af því?

Endilega komið með uppástungur!