Ég var að spá með þessar bækur. Fyrst vildi ég ekkert lesa þær, fannst þetta bara barnalegt að vera að lesa um einhvern galdrastrák og svoleiðis vitleysu en loksins þegar félagar mínir fengu mig til að lesa þetta þá varð ég bara dolfallinn. Þið vitið öll hvað ég er að tala um:) en einmitt þegar ég byrjaði að lesa þá voru komnar út fjórar bækur svo ég las þær allar og svo fannst mér ég verða að lesa þær aftur og aftur og sjö sinnum í viðbót en það er ekki þannig með “the order of pheonix”. Ég næstum hljóp út í búð þegar hún kom og las hana á ca. þremur dögum og fannst hún svona líka frábær en eftir það þá var þetta eiginlega bara nóg. Ég man ekki allveg allt úr bókinni en mér er einhvern veginn sama. Allavega held ég að Rowling hafi ekki tekist eins vel upp með þá fimmtu og hinar fjórar þó svo að hún hafi verið frábær. Er einhver annar hérna sem skilur þetta eða er ég bara svona skrítinn?

P.S. þá held ég að þetta sé eitthvað út af móralinum í Harry.<br><br><b>Life is worth much more than gold</b> - <i>Bob Marley</i