Ég var að spá hvernig Ron í Department of Mysteries var þýddur, þegar hann sagði (í ensku útgáfunni : “Harry, we saw Uranus…Uranus..get it?” og það. Mér fannst þetta bara svo ótrúlega fyndið í OotP á ensku, að það vaknaði upp forvitni hjá mér.

Og er eitthvað í bókinni sem er sérstaklega illa þýtt? Eða eitthvað sem er vel gert? Hvernig var nafn Lunu Lovegood þýtt?

Ég hef séð marga tala um þýðandavillur, er eitthvað sem sker sig sérstaklega úr í þeim efnum?

Eyrún