Mörg nöfn og hugmyndir í Harry Potter-bókunum eftir J.K. Rowling eru upprunnar í grískri og rómverskri goðafræði. Þar má nefna Hermione, ugluna Hermes, húsvörðinn Argus Filch, Alastor Moody og Sibyll Trelawney sem bera nöfn úr grískri goðafræði auk þess sem hinn þríhöfða hundur Fluffy er nauðalíkur hundinum Kerberosi. Nöfn úr rómverskri goðafræði bera til dæmis þau Minerva McGonagall og Remus Lupin. Því er ekki að furða að margir láti sér detta í hug að Rubeus Hagrid hafi fengið nafn sitt á svipaðan hátt.
-sissa