ég var að velta dálitlu fyrir mér sem er svona skrýtið og það er hvernig St. Mungonds (eða hvað sem þetta nú heitir) kemur svona mikið inn í söguna. Þið vitið þegar Harry hittir Nevill og sér hvernig foreldrar hans eru. Ég var bara svona að spá í því hvort að þetta yrðu hin raunverulegu endalok Harrys. Hann verður geðbilaður, sturlaður eða eitthvað. Þannig að endalokin verða einhvernveginn svona, hugsanlega, kannski:
Harry og gengið finna Voldemort. Voldemort drepur hugsanlega Nevill og svo fyllist Harry af svo miklum hatri að hann drepur Voldemort og allt gott nema hvað að Harry fær taugaáfall og getur ekki meir heldur verður að leggjast inn á st. spítalann.

Ég held að þetta sé eini alvöru korkurinn sem komið hefur hérna inn á í langann tíma svo að þið skulið velta þessu fyrir ykkur og endilega segja ykkar meiningu…
kv. Saga<br><br> <font color=“#FF0000”>Ég lifi á tímum örvæntingar
og stríðs.
Turnar hrundu,
Sprengjum er varpað,
á jörðina,
þar sem fólk sefur,
og vonar að það vakni á morgun.
Og ég hvorki veit né skil neitt
hvað er að gerast
í þessum heimi,.

Heimi örvæntingar og stríðs…</font