Alveg síðan að ég las fyrstu bókina hef ég hatað Snape, mér langaði oft að fara inn í bókina og snú hann úr hálslið. En síðan að ég las Fönixregluna þá hef ég varla getað hugsað um hann á sama hátt og áður, það varð svoldið erfitt að hata hann. Sama hvað ég reyndi að hugsa um allt það sem hann hafði gert sem var svo leiðinlegt við hann, það eina sem kom upp í hugann var það hvernig Sirius, Lupin og James höfðu verið við hann……

Getið þið ímyndað ykkur hvað það getur skaðað manneskju að vera niðurlægður svona fyrir framan alla!! Alla vega eftir þetta atriði fannst mér skiljanlegt að Snape var svona, og reyndar minnkaði álit mitt á Siriusi og James.

Auðvitað er það ekki afsakanlegt fyrir hann hvernig hann er stundum við Harry ( sem virðist þó vera ekkert miðað við hvernig Umbridge er), en mér finnst a.m.k. allt öðruvísi að lesa um hann núna.

Er ég ein um þetta eða…………..?