Í framhaldi af korki sem ég sendi inn um daginn sem hét eitthvað á þessa leið: “Sjálfviljugur drápari?” langar mig að minnast á það að Snape gerði allt sem í hans valdi stóð til að koma í veg fyrir að Voldemort næði viskusteininum, svo Voldemort hlýtur að hafa vitað af því, því Quirrel hlýtur að hafa sagt honum það ef hann varð ekki vitni að því sjálfur. Því finnst mér dálítið skrýtið að í endinn á fjórðu bókinni skuli Snape, eftir því sem við vitum best, snúa aftur til Voldemorts til að njósna og lifa af til frásagnar. Því að ef Voldemort vissi að Snape væri andvígur honum, hefði hann ábyggilega ekki fyrirgefið honum.