Hæ, ég er með tvær pælingar sem ég ákvað að deila með ykkur, ef þið skylduð hafa áhuga á þeim, ef ekki þá biðst ég afsökunar :).

1. Snape og Hagrid hafa, eftir því sem ég man best, aðeins talað einu sinni saman í öllum bókunum, í fyrstu bókinni, þegar Ron stökk á Draco og Snape kom og ætlaði að taka af Gryffindor stig, þá reyndi Hagrid að verja hann, ég held samt að það hafi bara verið ein setning á hvorn, við hvorn annan… er þetta ekki svolítið skrítið miðað við það að Hagrid og Snape eru, að mínu mati, báðir mjög mikilvægar persónur í bókunum, og eru megnið af bókunum innan kílómetra frá hvor öðrum og eru báðir kennarar í Hogwart's

2. Af hverju var verítesareum aldrei notað á alla þessa meintu drápara? Barty Crouch yngri, Bellatrix Lestrange, mann hennar og mág, Sirius, Karkaroff, Lucius Malfoy og svo líka í fimmtu bókinni, Harry, Dumbledore, Lupin, Snape….?? ´Veit það einhver hérna?<br><br>——————————
Voru ekki allir orðnir leiðir að sjá alltaf bara dæmi um visku mína hérna? Ég get líka verið fyndinn, sko:

Það voru einu sinni þrjú svín sem fluttu… eða var það bara eitt þeirra? Já, eitt flutti, útaf því að annar grísin, sem var líka að flytja, hafði leyft, kærustunni sinni.. nei, mömmu sinni.. eða var það fyrsti grísinn? Allavegana, þá sagði fyrsti grísinn:… nei, það var annar, sem sagði.. uhh: “Ef að ég á að flytja, þá verður þú”.. eða var það fyrsti?
Var ekki þriðji grísinn í einhversskonar pokahlaupskeppni? Já, mamman sagði : “fyrst þú ert að flytja, þá ætti pabbi þinn”…
man ekki meira, allavegana, hann var örugglega.. vonandi…. kannski..
fyndinn..
Hvernig fannst ykkur brandarinn? Fannst ykkur ekki fyndið þegar þriðji grísinn datt í brunninn? Eða var það úlfurinn….
——————————

Ef að heilinn væri nógu einfaldur til að við gætum skilið hann værum við of heimsk til að skilja hann!
_____________________________

Hugrakkasti stríðsmaðurinn er sá sem færir frið.

_____________________________

Hver veit, kannski er ég gáfaður, fyndinn og LÍKA sætur! =)
—————————–