Hvað er að fólki???
Fanfic sögurnar hér eru… hehem….. mjög misjafnar.
Ég er ekki að segja að ég geti gert betur í svona áhugaspuna.
Ég skrifa bara smásögur. Ég les mjög mikið og les allar áhugaspuna sögurnar sem hingað koma.
Það er samt fyrst núna að ég sé mig knúinn til þess að búa mér til notendanafn og taka til máls.
Það vakti athygli mína að í korki neðar á þessum kubbi var spurt um hvaða áhugaspunasaga væri sú besta. Ég fór inn á greinina og var ekki hissa þegar ég sá að Rafael Raven var nefndur fyrst.
Sú saga er vel skrifuð og er að mínu mati sú næst besta hér á vefnum. Það sem eftir var af svörum olli mér vonbrigðum.
Fönixinn hann Siriusar?!?!? sú saga er, þrátt fyrir ágæta hugmynd. Illa skrifuð og verr uppbyggð. Eins sagann hans Jolla, hvað er málið!!! Fynst einhverjum þetta góð saga? Hvar lýsir hann tilfinningum, umhverfi? Hvar er notkunin á lýsingarorðum? ég vill ekki hljóma eins og ég sé í einhverju skítkasti því þetta er gott framtak hjá öllum þeim sem skrifa sögu og það eru 3 sögur hérna sem eru vel uppbyggðar og skemtilegar. Saga sem cho skrifaði er mjög skemtilega skrifuð, Rafael Raven sagan er glæsileg og ég bíð spenntur eftir framhaldi en besta sagan inn á huga er Tryggi þjónninn eftir samot. Hún er vel uppbyggð, lýsir smáatriðum, tilfinningum, lýsingarorð og málfar til fyrirmyndar. Þrátt fyrir þetta nefnir enginn Trygga þjóninn sem bestu söguna. Hver er ástæðan fyrir því?

(Cho, endilega haltu áfram að skrifa. Ingaausa, flott fyrsta saga en það er eins og þú hafir verið að drífa þig í nýju sögunni. Saile, guð blessi þig. Samot, átti ekki að koma framhald vikulega????? vikan er liðin)