Var Snape sjálfviljugur í þjónustu Voldemorts, eða var honum stjórnað með stýribölvuninni?

Eins og ég skil þetta, voru allir drápararnir sjálfviljugir stuðningsmenn Voldemorts, hins vegar voru aðrir að veittu honum lið gegn vilja sínum, undir áhrifum stýribölvunarinnar. Eftir að Voldemort féll frá, sögðust hins vegar margir drápararnir hafa verið undir henni, til að þurfa ekki að fara til Azkaban.
Þvert á móti, mér finnst allt benda til þess að hann hafi verið sjálfviljugur drápari.
Í fyrsta lagi, þá sagði Dumbledore við réttarhöld Karkaroffs að Snape hefði svo sannarlega verið drápari, en hann hefði síðan gengið til liðs við góða liðið án þess að Voldemort vissi og notað sér þá aðstöðu sína síðan til að njósna um gjörðir Voldemorts og félaga. Ef hann var undir stýribölvuninni upphaflega, þá efast ég um að hann hafi verið nógu innarlega í liði Voldemorts, til að geta gagnast óvinum hans sem njósnari. En mér sýnist á öllu að hann hafi verið í innsta hring.
Auk þess virðist hann muna ágætlega eftir tíð sinni sem drápari, en það kemur meðal annars fram í lok fjórðu bókarinnar þegar hann sýnir Fugde “the Dark Mark” á handleggnum á sér og lýsir því síðan fyrir honum til hvers það var notað. Eins ef maður athugar samband hans og Karkaroffs í fjórðu bókinni, til dæmis þegar Harry og Ron mættu þeim úti á meðal runnanna á jólaballinu og þegar Karkaroff kom í kennslustund til Snape til að tala við hann, þá sér maður að þeir virðast hafa verið ágætir félagar þegar þeir voru dráparar.
Í lok fjórðu bókarinnar, í kirkjugarðinum, þegar Voldemort er að ganga hringinn og ávarpa fylgismenn sína, þá kemur hann að sex manna eyðu, segir að þrír hafi látið lífið í þjónustu hans, einn (Crouch) sé þegar genginn til liðs við hann aftur og sé hans tryggasti fylgismaður, staðsettur að Hogwarts; einn hafi verið of blauður til að snúa aftur (sem ég giska á að sé Karkaroff) og einn, segist Voldemort gruna, hafi gengið úr þjónustu sinni fyrir fullt og allt. Þar á ég von á að hann eigi við Snape. Reyndar finnst mér dálítið skrýtið að hann gruni það, fyrst Snape hélt áfram að þykjast vera með honum í liði, til að geta veitt óvinum hans upplýsingar innan frá og enn skrýtnara þó, að Snape haldi því áfram í lok fjórðu bókarinnar (eins og er frekar líklegt, þó við vitum það ekki fyrir víst). En hvað um það, ef Voldemort átti við Snape þarna, þá efast ég stórlega um að hann hafi verið undir áhrifum stýribölvunarinnar í þjónustu Voldemorts, eins og ég geri reyndar hvort sem er.