Ég er algjörlega á þeirri skoðun að Snape sé með Dumbledore í liði, góður ef svo má segja, en mér datt dálítið í hug sem gæti verið vísbending um að svo sé ekki, þó það sé heldur fjarstæðukennt. Þegar Snape er að kenna Harry Occlumency og kemst að því að Harry dreymdi um samtal Voldemorts og, voru það ekki Rookwood og Avery, man það ekki alveg… en þá reiddist Snape bæði vegna þess að það var hans starf að njósna um Voldemort og líka vegna þess að þetta sýndi að Harry var ekki að ná þeim árangri sem hann átti að vera að ná í Occlumency. En EF Snape er í alvörunni með Voldemort í liði, þá gæti honum hafa brugðið við þetta, því að hann óttaðist að ef Harry héldi áfram að fá svona sýnir í svefni, gæti það komið upp um hann. En eins og ég segi, þá er það frekar ólíklegt.
Hins vegar fyndist mér áhugavert að sjá Snape standa augliti til auglitis við Malfoy eða Bellatrix eða einhvern alvöru drápara, eða jafnvel Voldemort sjálfan, í bardaga, til dæmis með því að Harry yrði vitni að því. Mér þætti gaman að lesa samtöl Snapes og hinna við þær aðstæður.