Ég er að pæla… að í bókinni OotP fram þar sem Harry Potter er kallaður “the Boy Who Lived” (Minnir að fyrsti kaflinn í fyrstu bókinni hét það)
En allavega ég var að pæla Afhverju eru stórir stafir í Boy, Who, og Lived… bara svona að pæla :)


En allavega, eftir að hafa lesið hana þá er ég á því að þetta er besta bókin af þessum fimm sem komnar eru út.

Mér finnst eins og allir hafi þroskast í þessari bók. Sérstaklega þá Ginny og Ron, mér finnst skemmtilegra að Ginny getur talað við Harry án þess að roðna.
En aftur á móti, þá finnst mér Rowling vera fremur ósanngjörn við Ron, ok það var að frábært að hann varð Prefect og Keeper en mér finnst samt soldið leiðinlegt hvað hann er látinn vera lélegur í fyrstu tvemur leikjunum sem hann spilar. Reyndar þá stóð hann sig frábærlega víst í síðasta leiknum…. Æ ég veit ekki, kannski á hann eftir að koma sterkur inn í næstu tvemur bókum.

En það var einhver að segja hérna á kork hvað Hermione og Ron kæmu lítið fyrir miðað við hinar bækurnar, en mér finnst aftur á móti þau tvö koma nákvæmlega “rétt mikið” (eða sko þið skiljið) fyrir.

Síðan þetta með Neville sem er búinn að vera svo aumingjalegur eitthvað í hinum bókunum þá er hann mun mun betri í þessari bók. Hann er mjög öflugur galdramaður hann vantar bara meira sjálftraust. Ég gæti svosum vel trúað að Voldemort hafi “merkt” vitlausan dreng því hann missti mátt sinn fyrir bjánaleg mistök að honum (Voldemort) finnst eins og kemur fram í fjórðu bókinni, svo maður veit aldrei. En ég held nú samt að ást Rowlings á Harry sé of mikil að hún taki þetta hlutverk af honum en ég held að í næstu bókum mun Harry verða í miklum vángaveltum um hvort hann sé sá sem spádómurinn átti við.

Ég var líka að pæla þessu með Hermione að hún er loksins líka farinn að segja Voldemort, byrjar svon á V-Voldemort og er soldið hrædd en það sem mér finnst skrýtið er að hún er af Muggaættum..Right? Hún vissi ekkert um Galdraheiminn áður en hún fékk bréfið frá Hogwarts svo að Voldmort hafði nákvæmlega engin! Áhrif á hana. Svo hún ætti í raun ekki að vera hrædd við nafnið hans. Ja, kannski hún hafi lesið svona mikið um illvirki hans að hún varð bara drulluhrædd… Hver veit.

Síðan Snape. Það er karakter sem ég hef alltaf fílað, það hvað hann er ótrúlega illgjarn en samt þú veist, “góður kall”. Ég vorkenni honum ótrúlega mikið eftir þassa bók :)

En síðan ein loka pæling: Ok, ég fékk bókina á fimmtud. minnir mig og það er sko önnur sending en bókin er allt allt öðruvísi heldur en hin hún er 870 bls sem eru fleiri bls en í hinni og bls eru stærri! Hvernig getur þetta passað?