Ég hef verið að velta því fyrir mér lengi, hvort Griffindor ljónið sé/ætti að vera ljón.
Kanski er það bara ég en mér finnst eins og merki Griffindors ætti að vera ljón eða griffin, sem er fyrir þá sem ekki vita ljón fyrir neðan “mitti” og fugl fyirir ofan (eins og hippogriffin nema ljón en ekki hestur).
Ég hef líka verið að velta því fyrir mér hvort Griffindor ljónið í bókunum sé virkilega ljón, eða hvort Rowling hafi hugsað það sem griffin, þótt að mér finnist það samt ekkert svo líklegt.
Var Rawenclaw merkið ekki einhverskonar fugl?
Væri ekki asnalegt að hafa nafn á heimavist aðalega upp bygt úr nafni á veru, en nota ekki veruna sjálfa sem merki heimavistarinnar??