Ég keypti um daginn Harry Potter þrjú og fjögur í svona sérstakri útgáfu á Amazon um daginn. Núna er ég búin að fá þessar bækur og skal ég segja ykkur að þær eru mjög flottar og vandaðar.
Það er gylling meðfram blaðsíðunum og það er bókamerki fast í bókinni, svona þráður (eins og í bibíunni og sálmabókum). Kápan er í einum lit og það er mynd (af Harry) framan á henni (fyrir þá sem verða að hafa myndir :).
Helst minnir útbrot bókarinnar mig á eldri bækur, t.d. eins og bækurnar eftir Barböru Cartland.
Ef einhver á eftir að kaupa sér einhverja bók í Harry Potter seríunni þá mæli ég með þessum bókum, þær eru flottar og vandaðar en eru aðeins dýrari en venjulegu bækurnar.