Snape hefur alltaf verið ofarlega á listanum hjá mér yfir skemmtilegar persónur í bókunum en núna þaut hann enn ofar. Ég vorkenndi honum svo :(
Hann hefur alltaf verið hryllilega andstyggilegur eiginlega skemmtilega andstyggilegur en núna var sýnt afhverju hann var svona. Mig langaði svo til að berja Sirius þegar hann var stríða honum þegar Harry fór inn í minningar Snapes. Einnig var sýnt að Snape hefur ekki bara átt erfitt í skólanum heldur líka heima hjá sér. Átti eflaust enga vini, erfitt fjölskyldulíf og þess háttar. Einfaldlega kjörinn í lið Voldemorts.
En það hlýtur að koma að því í bókunum að við fáum að vita afhverju Albus treystir Snape svona svakalega vel, ekki myndi ég treyst honum….
En ég tók eftir því hvernig Snape hegðaði sér þegar hann sá inn í minningu Harrys, Snape sá að Harry hafði nú ekki átt góða æsku heldur og ég held að það hafi komið Snape á óvart. Kannski verður þetta til þess að Snape hætti að vera eins andstyggilegur við Harry þegar hann sér að þeir hafa ekki átt ósvipaða æsku…..má alltaf láta sig dreyma :)