Sumir eru greinilega ekki alveg að höndla frægðina, eins og til dæmis JK Rowling höfundur Harry Potter bókanna. Um daginn var hún spurð á einhverri hátíð hvaða galdrakraft hún væri helst til í að hafa og var svarið að hún vildi geta orðið ósýnileg í einn dag. Það var ekki út af því að hún vildi gera eitthvað töff eins og að fara í sund eða rústa öllum í feluleik, heldur mundi hún vilja fara á kaffihús og skrifa. Áður en hún varð fræg fannst henni það svo æðislegt en núna getur hún varla farið neitt án þess að fólk trufli hana.

Nýjasta bókin um Harry Potter er búin að seljast gríðarlega vel og á hún ekkert von á því að verða “venjuleg kona” aftur á næstu dögum.