
Bókin
Ég fékk nýju bókina í hendurnar í gær og las í allt gærkvöld. Þessi bók er æðisleg. Ég er þó ekki búin að lesa nema rétt um helming. Hins vegar finnst mér útgáfan ekki neitt sérstaklega góð. Það er afskaplega mikil prentsverta á blaðsíðnum, ég þarf að passa mig sérstaklega vel að hafa fingurnar ekki á textanum annars fer allt í klessu. Hefur einhver tekið eftir þessu líka? Ef einhver sem búin(n) er að lesa bókina vill ræða um hana má endilega senda mér skilaboð. Mig langar svo að tala um söguna :-)