Þetta vita kannski flestir hérna en kannski ekki allir svo mér datt í hug að senda inn nokkrar HP fréttir……

(Fundið í Morgunblaðinu)
Eins og allir vita er Harry Potter og Fönixreglan fimmta bók J.K.Rowling um Harry Potter að koma út þann 21. júní. Hún er alls 768 blaðsíður og um eitt kíló á þyngd! Það er gríðarlegar vinsældir á þessari stóru bók út í Englandi og þurfa póstburðarmenn að dreifa um hálfri milljón eintaka af bókinni á laugardaginn. Flestum til London, Edinborgar og Glasgow. Samkvæmt breskum reglum mega póstburðarmenn bera aðeins 16 kíló í einu.
Útaf því að þessar bækur eru svona þungar hefur konunglega breska póstþjónustan bætt við bílum tli að létta undir póstburðarfólkinu.
,,Þar eð að bókin er mjög stór og þung höfum við gert sérstakar ráðstafanir til þess að dreifingin geti farið fram á bílum,“ sagði ónafngreindur fulltrúi konunglegu bresku póstþjónustunnar. ,, Við höfum gert ráðstafanir til að allt gangi að óskum og að enginn verði fyrir vonbrigðum. Þetta er umfangsmikið efni en hin konunglega póstþjónusta er vön umfangsmiklum verkefnum” sagði hann.
En þó það sé búið að gera allar þessar ráðstafarnir svo bókin komist til skila er ekki allt búið! Bókin sem er svona ofboðslega þykk kemst ekki í gegnum venjulegar breskar bréfalúgur svo þeir sem hafa pantað bækurnar þurfa að vera heima þegar það er komið með bókina.

Gengur illa í skóla??
Orðrómur er um það að Daniel gangi illa í skóla. Í Fréttablaðinu (17. júní) er frétt um það. Þar eru mynd af honum og fyrir neða stendur Sætur og krúttlegur en er frægðin að spilla honum? Er þetta rétt? Móðir hans segir að þetta sé algjör vitleysa og að sonur sinn ráði fullkomlega við að leika í myndunum vinsælu og stunda skólann vel.

Eitt stutt
Vörubíl var stolið um helgina sem var með 8.000 eintökum af 5. HP bókinni. Þær eru metnar á 130 milljónir íslenskra króna.

Nýjir leikarar í 3 myndinni.
Albus Dumbledore- Michael Gambon
Sirius Black-Gary Oldman
Marge frænka- Pam Ferris
Peter Pettigrew- Timothy Spall
Prófessor Remus Lupin- David Thewlis
Cadogan riddari- Paul Whitehouse
Rosmerta- Julie Christie
…Heyrru núhh kveð ég bra úr stundinni okkar.. bæjj;*