Núna er fyrsti Quidditch tölvuleikurinn í bígerð. Hann kemur frá Electronic Arts og mun hann koma haust 2003 fyrir PlayStation 2, Xbox, GameCube, Game Boy Advance og PC.

Í Leiknum geturu tekið þátt í Heimsmeistaramótinu þar sem þú getur valið milli margra þjóða (því miður held ég að Ísland verði ekki með :( ). Einnig getur maður valið um heimavistirnar 4 í Hogwarts og munu Harry og Draco vera í liðunum. Victor Krum er í Búlgaríu liðinu.

Liðin munu eiga sinn heimavöll, búninga og styrkleikar þeirra liggja á mismunandi sviðum. Þú getur valið um að leika allar stöður á vellinum (seeker, beater, chaser eða keeper).

Bæði verður hægt að spila hann á móti tölvunni en einnig verður þetta fyrsti HP leikurinn sem býður upp á fjölspilun.

Heimildir af mugglenet.com

Það væri nú sniðugt að halda íslandsmót í þessum leik :)