J.K. Rowling, höfundur bókanna um Harry Potter, eignaðist son í gær. Er þetta annað barn Rowling sem er 37 ára gömul en fyrsta barn hennar með Neil Murray eiginmanni hennar. Nicky Stonehill, umboðsmaður Rowling sagði í kvöld að móður og barni heilsaðist vel og væru þau farin heim af sjúkrahúsinu í Edinborg í Skotlandi.
Og barnið á víst að heita David Gordon Rowling Murray.
