Upplýsingar um bogga: Boggar eru formskiptingar sem að reyna að herma eftir persónunni/fyrirbærinu sem að viðkomandi sem að er næst bogganum er hræddastur við. Þeir sækja í dimma og lokaða staði, til dæmis skápar, rúm, kompur, standklukkur, fataskápa og skúffur í skrifborðum ef að þær eru nógu stórar. Boggi getur ekki hrætt tvær manneskur í einu. Ef að tvær eða fleiri menn nálgast boggann á hann það til að breytast í tvö fyrirbæri samtímis(eins og risakónguló og kjötætusnigil). Svo ráðlagast er að best er að margir standi í vígi gegn bogganum heldur en bara einn.

Galdurinn til að drepa bogga: Töfraþulan sem farin er með þegar maður reynir að drepa boggann fer svona fram. Maður þarf að reyna að komast að því hvaða bogga maður væri hræddastur við. Eftir að búið er að ná því þarf að geta gert fyirbærið fyndið. Til dæmis ef að einhver væri hræddur við risastóran vofufugl þyrfti að sjá fyrir sér fuglinn klæddan í jólasveinaföt. Hugsa stýft um örnin klæddan í jólasveinafötunum. Svo á að kalla “riddiculus” með sprotanum sínum, bogginn fer í jólasveinaföt og ef að hann er mjög fyndinn og allir fara að hlæja þá drepst bogginn.

Hvaða bogga krakkarnir í gryffindor væru hræddastir við:
Neville: Prófessor Snape
Parvati: Múmía
Seamus: Kvenvofa
Dean: Afskorin hönd
Ron: Risakónguló
Harry: Vitsuga
Hermione: McGonagall prófessor að segja henni að hún hafi fallið á öllum prófum

Og Lupins boggi væri fullt tungl, þar sem að hann er varúlfur.

Vona að þetta komi einhverjum að gagni:),kveðja, sverrsi.