<i>Frétt af mbl.is:</i>

Breska útgáfu- og fjölmiðlafyrirtækið Bloomsbury tilkynnti í dag að fimmta bókin í bókaflokknum um galdrastrákinn Harry Potter kæmi út í júní. Bókin, sem nefnist Harry Potter og Fönixreglan, verður um þúsund blaðsíður og kemur úr 21. júní í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu.
Bókarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en tæp þrjú ár eru liðin frá því breski rithöfundurinn J.K. Rowlings sendi frá sér fjórðu bókina um Harry Potter. Sú bók, Harry Potter og eldbikarinn, kom út í júlí árið 2000 og hefur engin bók selst jafn hratt fyrstu vikuna eftir útgáfu. Vonast var til að fimmta bókin kæmi út fyrir jólin en af því varð ekki.

Fyrsta málsgreinin í bókinni Fönixreglunni hljóðar svo í lauslegri þýðingu: „Heitasti dagur sumarsins var að kvöldi kominn og letileg kyrrð hvíldi yfir stóru, ferköntuðu húsunum í Privetgötu.

Eina mannveran sem sást var unglingspiltur sem lá á bakinu í blómabeði utan við hús númer fjögur."

<i>Frétt af mbl.is endar.</i><br><br>-
Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að:
•   Vera sammála honum
•   Vera ósammála honum
•   Láta sem þú sjáir hann ekki
•   Fara í fýlu
Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að: